10. ágúst er 222. dagur ársins (223. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 143 dagar eru eftir af árinu.
- 2010 - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir að svínaflensufaraldrinum væri lokið.
- 2013 - Yfir 70 létust í hrinu hryðjuverkaárása í Írak eftir að Ramadan lauk.
- 2014 - Fyrstu beinu forsetakosningarnar fóru fram í Tyrklandi samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Recep Tayyip Erdoğan var kjörinn forseti með 52% atkvæða.
- 2017 - Sænska blaðakonan Kim Wall var myrt af Peter Madsen um borð í kafbáti hans í Køge-flóa í Danmörku.
- 2018 - Flóðin í Kerala 2018: Miklar rigningar ollu verstu flóðum í heila öld í Kerala á Indlandi.
- 2019 - Tankbílasprengingin í Morogoro: Olíuflutningabíll sprakk í Morogoro í Tansaníu með þeim afleiðingum að 89 létust.
- 2019 - Maður hóf skothríð í mosku í Bærum í Noregi með þeim afleiðingum að einn lést. Síðar kom í ljós að hann hafði áður myrt stjúpsystur sína.
- 1267 - Jakob 2., konungur Aragóníu (d. 1327).
- 1267 - Lárentíus Kálfsson, Hólabiskup (d. 1331).
- 1296 - Jóhann 1. blindi, konungur Bæheims (d. 1346).
- 1397 - Albert 2., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1439).
- 1810 - Camillo Benso greifi af Cavour, ítalskur stjórnmálamaður (d. 1861).
- 1865 - Andreas Heusler, svissneskur miðaldafræðingur (d. 1940).
- 1874 - Herbert Hoover, Bandaríkjaforseti (d. 1964).
- 1886 - Jóhannes Birkiland, íslenskur rithöfundur (d. 1961).
- 1935 - Giya Kancheli, georgískt tónskáld.
- 1947 - Ian Anderson, breskur tónlistarmaður.
- 1951 - Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu og handhafi friðarverðlauna Nóbels.
- 1960 - Antonio Banderas, spænskur leikari.
- 1962 - Siv Friðleifsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1962 - Halldór Björnsson, íslenskur leikari.
- 1962 - Ragna Sigurðardóttir, íslensk myndlistarkona.
- 1962 - Suzanne Collins, bandarískur rithöfundur.
- 1968 - Tsuyoshi Kitazawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1973 - Daijiro Takakuwa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1975 - İlhan Mansız, tyrkneskur knattspyrnumaður og skautadansari.
- 1980 - Pua Magasiva, samóskur leikari (d. 2019).
- 1986 - Kazuma Watanabe, japanskur knattspyrnumaður.
- 1991 - Dagný Brynjarsdóttir, íslensk knattspyrnukona.
- 1999 - Óli Gunnar Gunnarsson, íslenskur leikari.
- 1241 - Elinóra, mærin fagra af Bretagne (f. um 1184).
- 1250 - Eiríkur plógpeningur Danakonungur (f. 1216).
- 1559 - Christoffer Huitfeldt, hirðstjóri á Íslandi (f. um 1501).
- 1637 - Johann Gerhard, þýskur lútherskur kirkjuleiðtogi (f. 1582).
- 1673 - Jón Arason í Vatnsfirði, íslenskt skáld (f. 1606).
- 1759 - Ferdínand 6., konungur Spánar 1713).
- 1864 - Ehrenreich Christopher Ludvig Moltke, stiftamtmaður yfir Íslandi (f. 1790).
- 1959 - Jens Eyjólfsson, íslenskur byggingameistari (f. 1879).
- 1972 - Jakob Jóhannesson Smári, íslenskur málfræðingur (f. 1889).
- 1980 - Gareth Evans, breskur heimspekingur (f. 1946).
- 2008 - Isaac Hayes, bandarískur tónlistarmaður (f. 1942).
- 2019 - Jeffrey Epstein, bandarískur kynferðisbrotamaður (f. 1953).