Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Elinóra af Bretagne (um 1184 – 10. ágúst 1241), sem kölluð var Mærin fagra af Bretagne, var dóttir Geoffrey Plantagenet, fjórða sonar Hinriks 2. Englandskonungs, og konu hans Konstönsu hertogaynju af Bretagne.
Geoffrey faðir Elinóru dó árið 1186 og lét eftir sig tvær dætur, Elinóru og Matthildi, sem dó ung, en sjö mánuðum eftir dauða hans fæddist sonurinn Arthúr. Bróðir Geoffreys, Ríkharður konungur ljónshjarta, dó barnlaus 1199 og þá var Arthúr næstur í erfðaröðinni þar sem faðir hans hafði verið eldri en Jóhann landlausi, fimmti sonur Hinriks 2. En Jóhann gerði kröfu til þess að vera tekinn til konungs fremur en hinn 12 ára gamli Arthúr, enda hafði Ríkharður útnefnt hann arftaka sinn á banabeði, og eftir orrustuna við Mirabeau voru Arthúr og Elinóra tekin höndum. Arthúr hvarf árið 1203 og er talið að Jóhann hafi látið fyrirkoma honum eða jafnvel drepið hann sjálfur.
Elinóra var höfð í haldi í Corfe-kastala í Dorset. Með réttu hefði hún átt að erfa hertogadæmið Bretagne eftir að Arthúr bróðir hennar var úr sögunni (móðir þeirra sagði af sér 1194 og þá varð hann hertogi) en aðalsmenn í hertogadæminu vildu ekki hætta á að hafa hertogaynju sem væri fangi Jóhanns landlausa, sem gæti þá stýrt Bretagne í gegnum hana, svo að þeir gerðu yngri hálfsystur hennar, Alix, að hertogaynju í staðinn. Elinóra átti líka í raun fullgilt tilkall til ensku krúnunnar eftir að Jóhann dó en þess í stað var níu ára sonur hans, Hinrik, gerður konungur.
Síđar flutti Eleanor í Gloucester Castle, Marlborough Castle og loksins Bristol Castle áriđ 1224. Hún dķ ūar áriđ 1241 án ūess a đ hafa veriđ sleppt, ūķtt hún hafi alltaf veriđ međhöndlađ heiđurlega sem prinsessa.
Áriđ 1268 skipađi Hinriks 3 Amesbury ađ heiđra Arthúr og Elinóra ásamt konungunum og drottnunum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.