Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Heilaga rómverska ríkið (þýska Heiliges Römisches Reich, Ítalska Sacro Romano Impero, Latína Sacrum Romanum Imperium) er formlegt heiti á þýska keisaraveldinu. Ríkið var stjórnarsamband hertogadæma og furstadæma á landsvæði núverandi Þýskalands og að nokkru utan þess svæðis (s.s. Austurríki, Sviss, Norður-Ítalía). Heilaga rómverska ríkið myndaðist við Verdun-samninginn 843 og var lagt niður 1806 á tímum Napóleonstríðanna, er Austurríki varð til sem sérstakt keisaradæmi og Þýska bandalagið (Rínarsambandið) var stofnað.
Heilaga rómverska ríkið | |
Sacrum Imperium Romanum Heiliges Römisches Reich | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Höfuðborg | Vín (sæti hirðarráðsins frá 1497) Regensburg (sæti keisaraþingsins frá 1663) Wetzlar (sæti löggjafarþingsins frá 1689) |
Opinbert tungumál | Latína |
Stjórnarfar | Sambandsríki Blandað einræði |
Keisari -936–973 -1792–1806 |
Ottó 1. (fyrstur) Frans 2. (síðastur) |
' | |
• Stofnun | 2. febrúar 962 |
• Upplausn | 6. ágúst 1806 |
Flatarmál • Samtals |
1.000.000 km² |
Mannfjöldi • Samtals (1786) • Þéttleiki byggðar |
26,265,000[1] /km² |
Gjaldmiðill | Ríkisdalir |
Þegar Karlamagnús var krýndur keisari hins mikla ríkis Franka var ekki verið að skapa nýtt ríki, heldur að endurnýja Rómaveldi. Ástæðan fyrir því er sú að í bók Daníels í Biblíunni kemur fram að fjögur stórveldi eigi að koma fram fyrir endalok heimsins. Rómaveldi var fjórða stórveldið og því fannst Karlamagnúsi mikilvægt að Rómaveldi héldi áfram að vera til. Við krýningu hans til keisara árið 800 var ríkið því endurnýjað, þótt Austrómverska ríkið (Býsans) væri að vísu enn við lýði. Ríki Karlamagnúsar kallaðist Frankaríki. Þegar því var skipt 843 varð vesturhlutinn að Frakklandi (konungsríki), en austurhlutinn kallaðist rómverska ríkið (keisaradæmi). Orðið heilagur var ekki notað fyrr en löngu seinna, á konungslausa tímanum (Interregnum) á miðri 13. öld.
Ríki Karlamagnúsar náði yfir stærsta hluta Vestur-Evrópu í upphafi 9. aldar. Þegar Karlamagnús lést árið 814 erfði sonur hans, Lúðvík hinn frómi, allt ríkið. Lúðvík þótti ekki sterkur stjórnandi og því viku synir hans honum frá. Þeir hittust svo í borginni Verdun árið 843 og skiptu ríkinu í þrennt á eftirfarandi hátt:
Skipting þessi markaði upphaf hins heilaga rómverska ríkis (þýska ríkisins). Árið 855 var miðríkinu skipt upp. Norður-Ítalía varð þá hluti af þýska ríkinu og varð keisari þýska ríkisins samtímis konungur Langbarðalands. Fyrirkomulag þetta hélst allt til 16. aldar. Niðurlönd lentu um síðir einnig í þýska ríkinu.
Þýska ríkið var ekki erfðaríki, eins og reyndin var í öðrum ríkjum í Evrópu. Enda var þýska ríkið sett saman úr aragrúa furstadæma, greifadæma og nokkurra konungsríkja. Kjörnefnd valdi konung ríkisins, en í henni sátu kjörfurstarnir, sem jafnframt voru furstar í sínum eigin héruðum. Furstarnir voru upphaflega 7, en urðu seinna 9. Þeir voru:
Á 17. öld bættust tveir furstar við:
Árið 1803 voru erkibiskupsdæmin lögð niður og misstu biskuparnir þá kjörgengið. Í stað þeirra var fjórum nýjum furstum bætt við, en aðeins þremur árum síðar var heilaga rómverska ríkið lagt niður. Þar með skipti embætti kjörfurstanna ekki lengur máli. Kjörfurstarnir völdu ávallt konung, ekki keisara. Konungarnir urðu að eiga náin samskipti við páfa hverju sinni og réðist þá hvort páfi samþykkti að krýna þá til keisara. Í mörgum tilvikum var það ekki gert.
Sjá Þýskaland.
Listi þessi nær yfir konunga og keisara hins heilaga rómverska ríkis frá 843-1806, er ríkið var lagt niður. Stundum var ríkið án konungs, en þá réði drottning ríkjum sem eiginkona látins konungs eða móðir ómyndugs konungs. Tímabilið 1254-1273 var með öllu án konunglegrar stjórnar og kallast Interregnum á latínu. Á þeim tíma hétu þrír erlendir þjóðhöfðingjar konungar ríkisins, en þeir koma nær ekkert við sögu í ríkinu sjálfu og stigu varla fæti inn fyrir landamærin. Þjóðhöfðingjar þessir voru enda með öllu áhrifalausir og eru ekki taldir með í þýskum upptalningum á konungum ríkisins. Í allmörgum tilvikum voru til gagnkonungar, þ.e. tveir konungar ríktu samtímis í ríkinu. Kom það til af því að aðalkonungurinn varð óvinsæll, þannig að nýr konungur var valinn sem gagnkonungur. Ekki eru allir gagnkonungar með á listanum. Listi konunganna hefst með Verdun-samningunum, en konungarnir miðuðu raðtölur sínar við Karlamagnús. Samkvæmt þýskum upptalningum er Karlamagnús Karl I. Sonur hans, Lúðvík hinn frómi, er þá Lúðvík I. Synir hans þrír eru Karl sköllótti (Karl II.), Lúðvík hinn þýski (Lúðvík II.) og Lóþar. Því er fyrsti konungur þýska ríkisins Lúðvík II.(Lúðvík hinn þýski), ekki Lúðvík I. Sama gildir um nafnið Karl. Fyrsti konungur þýska ríkisins með þessu heiti er sem sé Karl III.
Konungur | Konungur | Krýning | Keisari | Valdaætt | Ath. |
---|---|---|---|---|---|
Lúðvík II hinn þýski | 840-876 | Fór ekki fram | Nei | Karlungi | Sonur Lúðvíks hins fróma |
Karlmann | 876-880 | Nei | Karlungi | Sonur Lúðvíks II | |
Lúðvík III hinn yngri | 876-882 | Nei | Karlungi | Sonur Lúðvíks II | |
Karl III hinn feiti | 876-888 | 881 í Róm | Karlungi | Sonur Lúðvíks II | |
Arnúlfur | 887-899 | 896 í Róm | Karlungi | Sonur Karlmanns | |
Lúðvík IV barn | 900-911 | Nei | Karlungi | Sonur Arnulfs | |
Konráður I | 911-918 | Forchheim | Nei | Konradinger | |
Hinrik I | 919-936 | Fritzlar | Nei | Liudolfinger | Frá Saxlandi |
Ottó I hinn mikli | 936-973 | Aachen | 962 í Róm | Liudolfinger | Sonur Hinriks I |
Ottó II | 961-983 | Aachen | 973 í Róm | Liudolfinger | Sonur Ottos I |
Ottó III | 983-1002 | Aachen | 996 í Róm | Liudolfinger | Sonur Ottos II |
Hinrik II | 1002-1024 | Mainz | 1014 í Róm | Liudolfinger | Barnabarn Hinriks I |
Konráður II | 1024 | Mainz | 1027 í Róm | Salier | |
Hinrik III | 1028-1056 | Aachen | 1046 í Róm | Salier | Sonur Konráðs II |
Hinrik IV | 1053-1106 | Aachen | 1084 í Róm | Salier | Sonur Hinriks III |
Hinrik V | 1099-1125 | Aachen | 1111 í Róm | Salier | Sonur Hinriks IV |
Lóþar III | 1125-1137 | Aachen | 1133 í Róm | Supplinborg | |
Konráður III | 1127-1152 | Aachen | Nei | Staufen | |
Friðrik Barbarossa | 1152-1190 | Aachen | 1155 í Róm | Staufen | Bróðursonur Konráðs III |
Hinrik VI | 1169-1197 | Aachen | 1191 í Róm | Staufen | Sonur Friðriks Barbarossa |
Filippus | 1198-1208 | Mainz og Aachen | Nei | Staufen | Sonur Friðriks Barbarossa |
Ottó IV | 1198-1218 | Aachen | 1209 í Róm | Welfen | Sonur Hinriks ljóns |
Friðrik II | 1218-1250 | Mainz | 1220 í Róm | Staufen | Sonur Hinriks VI |
Konráður IV | 1250-1254 | Fór ekki fram | Nei | Staufen | Sonur Friðriks II |
Interregnum
Rúdolf I | 1273-1291 | Aachen | Nei | Habsborg | |
Adolf | 1292-1298 | Aachen | Nei | Nassau | Settur af af kjörfurstunum |
Albrecht I | 1298-1308 | Aachen | Nei | Habsborg | |
Hinrik VII | 1308-1313 | Aachen | 1312 í Róm | Lúxemborg | |
Lúðvík IV hinn bæríski | 1314-1347 | Aachen | 1328 í Róm | Wittelsbach | |
Karl IV | 1347-1378 | Aachen | 1355 í Róm | Lúxemborg | |
Wenzel | 1378-1400 | Aachen | Nei | Lúxemborg | Settur af af kjörfurstunum |
Ruprecht frá Pfalz | 1400-1410 | Köln | Nei | Wittelsbach | |
Jobst frá Mæri | 1410-1411 | Nei | Lúxemborg | ||
Sigmundur | 1411-1437 | Achen | 1433 í Róm | Lúxemborg | Sonur Karls IV |
Albrecht II | 1438-1439 | Fór ekki fram | Nei | Habsborg | |
Friðrik III | 1440-1493 | Aachen | 1452 í Róm | Habsborg | |
Maximilian I | 1493-1519 | Aachen | 1508 í Trient | Habsborg | Sonur Friðriks III |
Karl V | 1519-1556 | Aachen | 1530 í Bologna | Habsborg | Sagði af sér sökum aldurs |
Ferdinand I | 1531-1564 | Aachen | 1556 í Frankfurt | Habsborg | Sonur Karls V |
Maximilian II | 1564-1576 | Frankfurt | 1564 í Frankfurt | Habsborg | Sonur Ferdinands I |
Rúdolf II | 1575-1612 | Regensburg | 1575 | Habsborg | Sonur Maximilians II |
Matthías | 1612-1619 | Frankfurt | 1612 í Frankfurt | Habsborg | Sonur Ferdinands I |
Ferdinand II | 1619-1637 | Frankfurt | 1619 í Frankfurt | Habsborg | |
Ferdinand III | 1637-1657 | Regensburg | 1637 | Habsborg | Sonur Ferdinands II |
Leópold I | 1658-1705 | Frankfurt | 1658 | Habsborg | Sonur Ferdinands III |
Jósef I | 1705-1711 | Ágsborg | 1705 | Habsborg | Sonur Leópolds I |
Karl VI | 1711-1740 | Frankfurt | 1711 | Habsborg | Sonur Leópolds I |
Karl VII | 1742-1745 | Frankfurt | 1742 | Wittelsbach | |
Frans I | 1745-1765 | Frankfurt | 1745 | Habsborg | |
Jósef II | 1764-1790 | Frankfurt | 1765 | Habsborg | Sonur Frans I |
Leópold II | 1790-1792 | Frankfurt | 1790 | Habsborg | Sonur Frans I |
Frans II | 1792-1806 | Frankfurt | 1792 | Habsborg | Var síðan fyrsti keisari Austurríkis |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.