Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Ferdinand 2. (9. júlí 1578 – 15. febrúar 1637) af ætt Habsborgara, ríkti sem keisari hins Heilaga rómverska ríkis frá 1619 til dauðadags. Áður var hann erkihertogi af Styrju, konungur Bæheims og konungur Ungverjalands. Hann var eindreginn kaþólikki og barði niður mótmælendatrú í ríki sínu. Þegar Matthías keisari valdi hann sem eftirmann sinn 1618 vildi háaðallinn í Bæheimi ekki staðfesta kjör Ferdinands þótt hefð væri fyrir því að Habsborgarar væru konungar í Bæheimi og kusu Friðrik 5. kjörfursta í Pfalz í staðinn. Þetta atvik leiddi til þess að Þrjátíu ára stríðið hófst á því að Ferdinand lagði Bæheim undir sig með hervaldi.
Þegar Matthías lést 1619 tók Ferdinand við sem keisari hins Heilaga rómverska ríkis. Eftir að hann lagði Bæheim undir sig með stuðningi Kaþólska bandalagsins undir stjórn Maximilíans 1. kjörfursta í Bæjaralandi, hóf hann umfangsmiklar trúarhreinsanir í Bæheimi og Austurríki og neyddi mótmælendur til að taka kaþólska trú.
Þegar Danir réðust með her inn í Þýskaland til varnar mótmælendum réði Ferdinand tékkneska athafnamanninn Albrecht von Wallenstein sem hershöfðingja og fékk hann til að koma sér upp her. Wallenstein, ásamt her Kaþólska bandalagsins undir stjórn Tillys greifa, gersigraði mótmælendur í nokkrum orrustum. Ferdinand gaf þá út Endurheimtartilskipunina 1629 sem kvað á um að allar eigur kaþólsku kirkjunnar frá því fyrir Passáfriðinn 1552 skyldu endurheimtar. Þessi löggjöf varð til þess að Gústaf 2. Adolf Svíakonungur ákvað að skerast í leikinn og halda með her inn í Þýskaland til varnar mótmælendum 1630.
Svíar náðu undraverðum árangri og sóttu alla leið inn í Bæjaraland. Tilly var drepinn en Wallenstein hélt með her gegn þeim og tókst að reka þá frá Bæjaralandi. Gústaf Adolf var drepinn í einni af orrustum Svía en sænski herinn hélt áfram að herja gegn Ferdinand og Kaþólska bandalaginu. Wallenstein hóf viðræður við þá um frið en var þá myrtur að ósk keisarans vegna ótta við að hann myndi svíkja málstaðinn. Elsti sonur keisarans, Ferdinand Ungverjalandskonungur, tók við stjórn hersins og vann afgerandi sigur á Svíum í orrustunni við Nördlingen.
Ósigur sænska hersins gerði þó ekki út um herfarir sænskra herstjóra í Þýskalandi og varð til þess að Frakkar ákváðu að hefja bein afskipti af styrjöldinni. Stríðið hélt því áfram og Þýskaland var nánast rústir einar þegar Ferdinand dó.
Fyrirrennari: Matthías keisari |
|
Eftirmaður: Ferdinand 3. |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.