From Wikipedia, the free encyclopedia
Niðurlönd (hollenska: de Nederlanden eða de Lage Landen, franska: les Pays-Bas) er heiti sem notað var áður á þau ríki sem liggja á láglendinu umhverfis árósa ánna Rínar, Scheld og Meuse þar sem þær renna út í Norðursjó. Svæðið samsvarar að mestu leyti Hollandi, Belgíu og Lúxemborg, en algengara er að nota hugtakið Benelúxlöndin um þau saman.
Sögulega hefur hugtakið Niðurlönd verið notað um ýmis ríki á þessu svæði, svo sem Spænsku Niðurlönd (1581-1713) og Konungsríkið Niðurlönd (1815-1830). Í ensku er hugtakið the Netherlands og í þýsku die Niederlande notað sem heiti á Hollandi, þar sem hið eiginlega Holland er í raun aðeins tvær sýslur í Hollandi. Í hollensku er hins vegar notað eintöluformið Nederland yfir Holland en fleirtöluformið de Nederlanden yfir hin sögulegu Niðurlönd. Í frönsku er heitið les Pays-Bas notað yfir bæði Holland og Niðurlöndin.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.