Krossferðirnar héldu áfram eftir lát Saladíns soldáns og krossfarar reyndu að ná til Landsins helga gegnum Egyptaland sem var undir stjórn Ayyubida. Flestar fór þær illa og lauk með því að mamelúkar tóku við stjórn Egyptalands og tókst að hrinda árásum mongóla. Síðasta vígi krossfara í Landinu helga, Akkó, féll í hendur mamelúka árið 1291.