Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
So You Think You Can Dance (Danskeppni - stjörnuleit) er bandarískur raunveruleikaþáttur, sem sýndur var á FOX-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum.
So You Think You Can Dance | |
---|---|
Einnig þekkt sem | Dansstjörnuleitin |
Tegund | Raunveruleikaþáttur |
Búið til af | Simon Fuller Nigel Lythgoe |
Þróun | Simon Fuller |
Leikstjóri | Nigel Lythgoe (áheyrnarprufur) Matthew Diamond (studió þættir) |
Kynnir | Lauren Sánchez (2005) Cat Deeley (2006 -) |
Dómarar | Nigel Lythgoe Mary Murphy |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 6 |
Fjöldi þátta | 102 |
Framleiðsla | |
Aðalframleiðandi | Simon Fuller Nigel Lythgoe Allen Shapiro (2005 - 2006) Barry Adelman |
Staðsetning | Margar borgir Bandaríkjanna (áheyrnarprufur) Planet Hollywood Resort and Casino, Las Vegas, NV (Vegas umferð) CBS Television City, Los Angeles, CA (úrslit) |
Lengd þáttar | Mismunandi |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | FOX |
Myndframsetning | (480p) (SDTV) (720p) (HDTV) |
Þættirnir fóru fyrst í loftið þann 20. júlí 2005 og hefur svipaðan tilgang og American Idol þættirnir, það er að finna næstu stórstjörnur, en hér er verið að leita að stjörnum danslistarinnar. Simon Fuller og Nigel Lythgoe unnu hugmyndavinnuna að þáttunum en þeir eru framleiddur af 19 Entertainment og Dick Clark Productions. Mismunandi keppendur eru valdir í þáttunum, allt frá óþekktum götudönsurum til sigurvegara í alþjóðlegum keppnum. Allir keppendur verða að vinna sig í gegnum langt og strangt ferli og þurfa að geta dansað hina ýmsu stíla, með hinum ýmsu dansfélögum í hverri viku til þess að kanna danssvið þeirra.
Þátturinn var sá vinsælasti sumarið 2006 hjá áhorfendum 18-49 ára. Kynnir fyrstu þáttaraðarinnar var Lauren Sánchez en núverandi kynnir þáttanna er hin breska Cat Deeley. Í ágúst 2006 var einnig tilkynnt um það að þættirnir yrði framleiddir á Nýja Sjálandi, í Úkraínu, Tyrklandi, Ísrael, Kanada, Þýskalandi, Grikklandi, Póllandi, Malasíu, Hollandi, Suður Afríku og Ástralíu ásamt nokkrum öðrum löndum.
So You Think You Can Dance heldur áheyrnarprfur í stórum borgum í Bandaríkjunum og leitar að bestu dönsurunum í hverri borg. Dansarar á hinum ýmsu sviðum eru hvattir til að koma í prufur. Salsa, samkvæmisdans, hip hop, götudans, nútímadans, jazz, ballet og fleiri gerðir dansara hafa komið í áheyrnarprufur í þáttunum til þess að vinna aðal verðlaunin, bíl, 250.000 dollara í beinhörðum peningum, danshlutverk í sýningu Celine Dion í Las Vegas og titilinn Vinsælasti dansari Bandaríkjanna (e. America's Favorite Dancer). Í fyrstu fjóru þáttaröðunum hafa sigurvegararnir verið Nick Lazzarini, Benji Schwimmer, Sabra Johnson og Joshua Allen. Þátturinn hefur unnið 3 Emmy verðlaun fyrir framúrskarandi dansspor.
Dansarar koma í áheyrnarprufur í von um að fá miða í næstu umferð. Í fyrstu þáttaröðinni var næsta umferð haldin í Hollywood. Síðan í annarri þáttaröð hefur önnur umferðin verið haldin í Las Vegas. Til þess að spara tíma eru flestar prufurnar klipptar út eða styttar.
Í fyrstu þáttaröðinni var 50 efstu dönsurunum skipt í hópa, og eyddi hver hópur tíma með fimm mismunandi danshöfundum í viku og á endanum völdu danshöfundarnir efstu 16 dansarana. Í öllum þáttaröðunum eftir þá fyrstu hefur það verið þannig að hver keppandi í Vegas dansar fyrir framan dómarana, sem velja svo topp 20 hópinn, byggt á frammistöðu hvers og eins.
Eftir fyrstu þáttaröðina breyttist form þáttarins frá því að dansararnir skiptu um félaga í hverri viku til þess að í topp 20 hópnum höfðu þau sama félaga þangað til að tíu efstu dansararnir voru eftir. Á milli topp 20 og topp 10, kjósa áhorfendur um frammistöðu paranna en ekki einstaklinganna. Þegar topp 10 dansararnir eru eftir draga keppendurnir nafn félagans úr hatti eins og dansinn þá vikuna. Einnig dansar hver keppandi sóló og hafa þá áhorfendur það tækifæri að kjósa einstaklinginn en ekki parið.
Í lokaþættinum dansa allir við alla. Báðir karlarnir dansa saman, báðar stelpurnar dansa saman og báðar stelpurnar dansa við báða strákana. Í úrslitum lokaþáttarins velja dómararnir uppáhalds dansinn sinn það haustið og er sá dans endurtekinn (dansinn er auðvitað ekki eftir dómarann sjálfan). Svo eru líka sérstakir gestadansarar og óvæntir atburðir. So You Think You Can Dance hefur verið vinsæll í fimm ár og er sjötta þáttaröðin á leiðinni.
Þáttaröð | Ár | Sigurvegari | Úrslitakeppendur† | Kynnir | Dómari/Dómarar | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2005 | Nick Lazzarini (lyrical/jazz) |
Melody Lacayanga (lyrical/jazz) |
Jamile McGee (hip-hop) |
Ashlé Dawson (afro jazz) |
Lauren Sánchez | Nigel Lythgoe |
2 | 2006 | Benji Schwimmer (swing/latin) |
Travis Wall (nútímadans) |
Donyelle Jones (hip-hop) |
Heidi Groskreutz (swing/latin) |
Cat Deeley | |
3 | 2007 | Sabra Johnson (nútímadans) |
Danny Tidwell (klassískur dans) |
Neil Haskell (fimleikar/nútímadans) |
Lacey Schwimmer (latin/swing) |
Nigel Lythgoe Mary Murphy | |
4 | 2008 | Joshua Allen (hip-hop) |
Stephen "Twitch" Boss (hip-hop) |
Katee Shean (nútímadans) |
Courtney Galiano (nútímadans) | ||
5 | 2009 | Jeanine Mason (nútímadans) |
Brandon Bryant (nútímadans) |
Evan Kasprzak (Broadway-dans) |
Kayla Radomski (nútímadans) |
† Í fyrstu þáttaröðinni var prósenta keppenda látin fylgja með þegar þau fengu að vita stöðu sína. Í hverri þáttaröð hefur sigurvegarinn aðeins fengið sæti og þess vegna eru sæti keppenda ekki á hreinu og eru keppendurnir í þeirri röð sem þeir voru látnir vita stöðu sína. Í fjórðu þáttaröðinni var Katee Shean valin Vinsælasti kvenkyns dansari Bandaríkjanna og leiddi það í ljós að hún fékk fleiri atkvæði en Courtney Galiano.
Kynnir fyrstu þáttaraðarinnar var Lauren Sanchez.
Úrslitaþátturinn var sýndur 5. október 2005. Sigurvegarinn var Nick Lazzarini, sem fékk yfir 37,6 % atkvæða. Lazzarini vann 100.000 dali og afnot af íbúð rétt hjá Central Park í New York í eitt ár. Melody Lacayanga var í öðru sæti.
Þátturinn fór af stað 12. maí 2005 og voru áhorfendur leiddir í gegnum áheyrnarprufurnar. Cat Deeley varð nýr kynnir. Efstu 20 dansararnir voru kynntir þann 8. júní og var sigurvegarinn Benji Schwimmer útnefndur Vinsælasti dansari Bandaríkjanna 16. ágúst 2006 eftir 16 milljónir atkvæða á úrslitakvöldinu. Travis Wall var í öðru sæti.
Schwimmer komst næstum því ekki í topp 20 hópinn og var hann fyrsti vara-dansarinn inn í hópinn ef að einhver karlkynsdansaranna myndi detta út. Það gerðist, annað árið í röð, þegar Hokuto „Hok“ Konishi gat ekki haldið áfram keppni vegna þess að hann gat ekki fengið landvistarleyfið sitt framlengt svo að hann gæti tekið þátt. Schwimmer kom í staðinn og hélt áfram að heilla dómarana jafnt sem áhorfendur og vann þar með keppnina.
Það voru nokkrar breytingar frá árinu áður. Nýjum dansstílum var bætt við og var verðlaunaféð hækkað úr 100.000 dölum í 250.000 dali og einnig var bætt við nýjum bíl og eins árs danshlutverki í sýningu Celine Dion í Las Vegas.
Opnar áheyrnarprufur fyrir þriðju þáttaröð byrjuðu snemma í október 2005 og voru haldnar prufur í New York, Chicago, Los Angeles og Atlanta. Eins og í fyrri þáttaröð voru þeir góðu sendir til Las Vegas. Upptökur frá áheyrnarprufunum voru sýndar á FOX-sjónvarpsstöðinni 24. maí 2007. Cat Deeley sneri aftur sem kynnir og Nigel Lythgoe sneri aftur sem fastur dómari. Samkvæmisdrottningin Mary Murphy settist svo við hlið Nigels sem fastur dómari í fyrsta skipti. Peningaverðlaunin voru hækkuð upp í 250.000 dollara. Í lokaþætti seríunnar (16. ágúst 2007) var tilkynnt að þættirnir myndu snúa aftur fjórða árið í röð. Sabra Johnson stóð uppi sem sigurvegari en Danny Tidwell lenti í öðru sæti.
Áheyrnarprufur fyrir þáttaröðina byrjuðu í Texas 17. janúar og voru haldnar á sex stöðum til viðbótar út mars 2008. Þátturinn sneri aftur með tveggja klukkustunda byrjunarþátt þann 22. maí 2008. Cat Deeley var áfram kynnir og dómararnir voru líkt og áður Nigel Lythgoe og Mary Murphy. Þessi þáttaröð tók inn nýja dansstíla, meðal annars Bollywood og nýja danshöfunda, meðal annars hip hop tvíeykið Tabithu og Napolepn D'umo. Vinningsféð var aftur 250.000 dollarar, titillinn Vinsælasti dansari Bandaríkjanna og tilboð í hlutverk í Step Up 3D. Í lokaþættinum var Joshua Allen krýndur sigurvegari, á meðan Katee Shean vann 50.000 dollara þegar hún var kosin Vinsælasti kvendansari Bandaríkjanna.
Áheyrnarprufurnar fóru af stað í New York 13. nóvember 2008 og héldu áfram til Miami, Los Angeles, Denver, Memphis og Seattle. Fyrsti þátturinn fór í loftið 21. maí 2009. Louis van Amstel gekk til liðs við danshöfunda þáttarins og Shane Sparks sneri aftur sem danshöfundur á meðan hann er í pásu frá America's Best Dance Crew. Verðlaunin voru áfram 250.000 dollarar og titillinn Vinsælasti dansari Bandaríkjanna.
FOX hefur tilkynnt um að það verði sjötta þáttaröð af dansi, sem fer í loftið miðvikudaginn 9.september 2009 (í Bandaríkjunum).
Áheyrnarprufur voru haldnar í Boston, Atlanta, Los Angeles, New Orleans, Phoenix og Salt Lake City.
Ár | Niðurstaða | Flokkur | Viðtakandi/ Danshöfundur |
Flytjandi | Tónlist |
---|---|---|---|---|---|
2007 | Vann† | Outstanding Choreography | Wade Robson | Úrslitakeppendur í 2.þáttaröð | "Ramalama (Bang Bang)"—Róisín Murphy |
2007 | Vann† | Outstanding Choreography | Mia Michaels | Travis Wall Heidi Groskreutz |
"Calling You"—Celine Dion |
2008 | Vann | Outstanding Choreography | Wade Robson | Hokuto "Hok" Konishi Jaimie Goodwin |
"The Chairman's Waltz" úr Memoirs of a Geisha |
2008 | Tilnefnd | Outstanding Choreography | Mandy Moore | Neil Haskell Sabra Johnson |
"Sweet Dreams (Are Made of This)"—Eurythmics |
2008 | Tilnfendur | Outstanding Choreography | Shane Sparks | Pasha Kovalev Lauren Gottlieb |
"Fuego"—Pitbull |
2008 | Tilnefnd | Outstanding Makeup For A Multi-Camera | Amy Strozzi Heather Cummings Tifanie White Crystal Wolfchild |
— | — |
2009 | Tilnefnd‡ | Outstanding Choreography | Napoleon D'umo Tabitha D'umo |
Mark Kanemura Chelsie Hightower |
"Bleeding Love"—Leona Lewis |
2009 | Tilnefnd‡ | Outstanding Choreography | Mia Michaels | Stephen "Twitch" Boss Katee Shean |
"Mercy"—Duffy |
2009 | Tilnefndur‡ | Outstanding Choreography | Tyce Diorio | William Wingfield Jessica King |
"Silence" úrUnfaithful' |
2009 | Tilnefndur‡ | Outstanding Choreography | Dmitry Chaplin | Joshua Allen Chelsie Hightower |
"A Los Amigos" úr Forever Tango |
2009 | Tilnefndu‡ | Outstanding Makeup For A Multi-Camera Series Or Special (Non-Prosthetic) |
Amy Strozzi Heather Cummings Tifanie White Marie DelPrete |
— | — |
† Wade Robson og Mia Michaels deildu sigrinu með Rob Marshall og John Deluca.
‡ Handhafar verðlaunanna verða tilkynntir 20.september 2009.
Fyrirmynd greinarinnar var „So You Think You Can Dance“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt ágúst 2009.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.