Remove ads

Dýrlingur (stundum skrifað dýrðlingur [1]) er hugtak sem notað er um persónu sem þykir búa yfir einstökum heilagleika. Viðkomandi hefur gert eitthvað í lifandi lífi sem veitir henni sérstakan sess við hlið Guðs. Í kristinni trú eru dýrlingar fólk sem litið er á sem fyrirmyndir um gott og rétt líferni.

Thumb
Dýrlingar í samræðum, lýsing í miðaldahandriti

Helgir menn og dýrlingar

Hugtakið helgur maður eða heilagur maður hefur víðari merkingu en dýrlingur. Oft er talað um helga menn ef þeir hafa notið sérstakrar virðingar eða haft sérstakt trúarlegt áhrifavald, en dýrlingar eru aðeins þeir sem hafa fengið staðfestingu kirkjunnar á heilagleika sínum, eða fengið orð fyrir kraftaverk.

Við staðfestingu dýrlinga var eftir 1170 miðað við fjögur stig:

  • Þjónn Guðs (latína: Servus Dei eða Serva Dei)
  • Æruverðugur (latína: Venerabilis)
  • Sæll – eða blessaður (latína: Beatus)
  • Heilagur (latína: Sanctus)

Staðbundnir dýrlingar eru dýrlingar sem vegsamaðir eru á takmörkuðu svæði. Trúin á þá getur verið takmörkuð við eitt land, eitt biskupsdæmi eða hérað, eina kirkjusókn eða kirkju. Staðbundnir dýrlingar hafa yfirleitt ekki fengið staðfestingu páfans, en oft hafa þeir verið staðfestir af viðkomandi biskupi. Segja má að íslensku dýrlingarnir hafi verið staðbundnir dýrlingar, en þó var Þorlákur helgi eitthvað þekktur erlendis.

Nafndýrlingur var það kallað þegar einstaklingur var skírður í höfuðið á ákveðnum dýrlingi, sem þá varð sérstakur verndardýrlingur viðkomandi manns. Sjálfsagt þótti þá að halda hátíðlegan messudag eða hátíðisdag dýrlingsins. Sem dæmi má nefna að Lárentíus Kálfsson, síðar biskup á Hólum, fæddist á Lárentíusmessu, 10. ágúst, og var skírður í höfuðið á dýrlingi dagsins.

Verndardýrlingur: Í kaþólskri tíð voru kirkjur oftast helgaðar ákveðnum dýrlingum og voru þeir þá taldir verndardýrlingar kirkjunnar. Ef kirkjan var kennd við dýrlinginn, var hann jafnframt nafndýrlingur kirkjunnar, sbr. t.d. Péturskirkjuna í Róm.

Sjá nánar: Staðfesting heilagleika.

Remove ads

Dýrlingar í ýmsum kirkjudeildum

Í Rómversk-kaþólsku kirkjunni eru um 10.000 dýrlingar. Til að teljast dýrlingur í kaþólsku kirkjunni verður viðkomandi að hafa verið tekin í tölu dýrlinga af páfanum (þ.e.a.s. kanóníseraður, latína: canonizatio). Með því hefur heilagleiki viðkomanda verið staðfestur af kirkjunni.

Rétttrúnaðarkirkjan álítur alla dýrlinga sem vitað er fyrir víst að hafi komist til himna. Ekki þarf sérstaka staðfestingu frá trúarleiðtoga hér á jörð til að teljast dýrlingur, en oft eru þeir þó staðfestir af patríarka. Samkvæmt rétttrúnaðarkirkjunni eru því manneskjur eins og Adam, Eva og Móses dýrlingar.

Með siðaskiptunum var vegsömun dýrlinga afnumin, enda telja mótmælendur að ekki þurfi aðra milliliði en Jesú Krist til þess að ná sambandi við Guð. Hjá mótmælendum er þó stundum talað um helga menn, um þá sem með lífi sínu og starfi hafa verið óvenju góðar fyrirmyndir í kristilegu líferni. Hugtakið er einstaka sinnum notað yfir alla þá sem eru kristnir.

Enska biskupakirkjan og kaþólska kirkjan heiðra að miklu leyti sömu dýrlinga, þó svo að hugtakið hafi ekki sömu þýðingu hjá þessum tveimur kirkjudeildum. Frægasti dýrlingur biskupakirkjunnar er líklega heilagur Georg verndardýrlingur Englands.

Remove ads

Íslenskir dýrlingar

Skömmu eftir að kaþólska kirkjan á Íslandi varð stofnun, fóru menn að huga að því að koma upp íslenskum dýrlingum. Þrír menn urðu dýrlingar í vitund þjóðarinnar, en enginn þeirra hlaut formlega viðurkenningu páfa fyrir siðaskipti, þ.e. var kanóníseraður.

Um 1400 var Þórður Jónsson helgi, eða Þórður góðimaður talinn góður til áheita af íslenskri alþýðu, a.m.k. vestanlands.

Árið 2010 finnst Ísleifur Gissurarson kallaður heilagur í þýskum dýrlingatölum og þeir Gissur Ísleifsson og Guðmundur góði í norsku dýrlingatali. Sjá tengla við þessa menn.

Remove ads

Norskir dýrlingar

Kaþólska kirkjan á Íslandi heyrði undir erkibiskupinn í Niðarósi, og því voru norskir dýrlingar vel þekktir hér á landi. Að fornu voru viðurkenndir fimm norskir dýrlingar, og tveir frá Orkneyjum:

  1. Ólafur helgi Noregskonungur
  2. Sunnefa hin helga í Selju og Björgvin
  3. Hallvarður Vébjörnsson eða Hallvarður helgi í Osló
  4. Þorfinnur biskup af Hamri
  5. Eysteinn Erlendsson erkibiskup í Niðarósi

Í norsku skattlöndunum voru eftirtaldir dýrlingar:

  1. Magnús Erlendsson, Orkneyjajarl
  2. Rögnvaldur Kali, Orkneyjajarl

Einnig má nefna Hákon hálegg Noregskonung, en rannsóknir hafa sýnt að norska kirkjan taldi hann heilagan mann fram til siðaskipta. Hann var þó ekki formlega viðurkenndur af páfa, en venjan er sú að ef gömul hefð er fyrir átrúnaði á menn, megi telja þá dýrlinga. Á síðustu árum hefur hans verið minnst í kaþólskum messum í hallarkirkjunni í Akershúsvirki. Bein hans voru flutt þangað árið 1982.

Erlendur biskup í Kirkjubæ í Færeyjum (var af sumum talinn helgur maður)

Rétttrúnaðarkirkjan hefur einnig viðurkennt þúsundir dýrlinga, þar á meðal fjóra «norska», þ.e.:

  1. Ólafur helgi
  2. Sunnefa hin helga
  3. Hallvarður helgi
  4. Trífon frá Petsamó
Remove ads

Aðrir þekktir dýrlingar á Íslandi

Fjölmargir aðrir dýrlingar voru í hávegum hafðir á Íslandi í kaþólskri tíð, eða a.m.k. þekktir. Meðal þeirra voru:

Frá nágrannalöndunum (nokkur dæmi):

Aðrir dýrlingar (nokkur dæmi):

  • Agata mey og píslarvottur
  • Agnes mey og píslarvottur
  • Barbara mey og píslarvottur
  • Katrín helga frá Genúa
  • Lárentíus píslarvottur
  • Margrét drottning frá Skotlandi.
  • María egypska
  • María Magdalena
  • Marteinn biskup
  • Nikulás biskup
  • Páll eremíti eða Páll einbúi
  • Sebastíanus píslarvottur
  • Vítus píslarvottur
Remove ads

Heimildir

Tilvísanir

Tenglar

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.

Remove ads