Remove ads
grein kristinna trúarbragða From Wikipedia, the free encyclopedia
Mótmælendatrú er samheiti yfir nokkrar útfærslur af kristinni trú sem spruttu fram í siðbótinni í Evrópu á 16. öld. Hugtakið var fyrst notað um þá sem mótmæltu aðgerðum útsendara páfa á fundi í Speyer í Þýskalandi 1529, en þá stóðu deilur sem hæst milli páfa og munksins Marteins Lúthers. Fyrst um sinn töldust til mótmælenda þeir sem fylgdu Lúther að málum og síðar siðbótarmönnunum Ulrich Zwingli og Jóhanni Kalvín. Í dag teljast fjölmargar kirkjudeildir til mótmælenda og í raun flestar þær sem ekki teljast til rómversk-kaþólskra eða rétttrúnaðarkirkjunnar.
Fjöldi mótmælenda er um 350 milljónir manna og dreifast þeir víða um heim. Íslenska þjóðkirkjan er mótmælendakirkja og telst sem lúthersk-evangelísk kirkja.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.