From Wikipedia, the free encyclopedia
Guð er yfirnáttúruleg vera, sem oft er æðsta vera í trúarbrögðum og jafnvel almáttug. Helstu kenningarnar um guð eru: eingyðistrú, fjölgyðistrú, frumgyðistrú og algyðistrú. Eingyðistrú gerir ráð fyrir einum guði, sem oftast er almáttugur og skapari veraldar; dæmi um þetta er kristni. Fjölgyðistrú getur haft fjöldann allan af guðum og sinna þeir jafnan mismunandi hlutverkum (frjósemisguð eða stríðsguð t.d.) og hafa valdaskipti og jafnvel yfirguð, dæmi um þetta er ásatrú. Frumgyðistrú telur guð vera afl eða kraft af einhverju tagi, stundum frumhreyfil sem kemur gangverki heimsins af stað. Dæmi um þetta er guðshugmynd Aristótelesar. Algyðistrú er sú kenning að guð sé allt og sé alls staðar, dæmi um þetta er hindúasiður.
Íslenska þjóðkirkjan játar trú á heilaga þrenningu: Föðurinn, son hans Jesú Krist, og heilagan anda, sem biblían fjallar um.
Orðið guð er bæði til í hvorugkyni og karlkyni í íslensku og er notað bæði sem sér- og samnafn. Goð og guð eru náskyld hugtök, goð er þó oftar notað um guðlegar verur í fjölgyðistrú, til dæmis í ásatrú. Upphaflega skildust þessar tvær myndir að vegna hljóðvarps.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.