Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Heilagur andi er andi Guðs, eins og segir í biblíunni og hluti heilagrar þrenningar. Hans er fyrst getið í 1. Mósebók 1. kafla og 2. versi. Þar segir að jörðin hafi verið auð og tóm og að andi Guðs hafi svifið yfir vötnunum.
Andi Guðs kemur síðan til sögunnar mjög reglulega gegnum alla biblíuna. Síðast er hann nefndur í loka kafla biblíunnar eða í Opinberunarbók Jóhannesar 22. kafla og 17. versi þar sem andinn og brúðurin eru að kalla menn og konur til fylgis við Jesú.
Í gamla Gamla testamentinu kom andi Guðs yfir einn og einn einstakling í einu og þá í einhverjum ákveðnum tilgangi.
Samkvæmt biblíunni varð María móðir Jesú þunguð af heilögum anda. Engill sagði henni að heilagur andi myndi koma yfir hana og kraftur hins hæsta yfirskyggja hana og þess vegna myndi barnið verða kallað heilagt og vera sonur Guðs.
Þegar Jesús tók skírn, í ánni Jórdan, steig heilagur andi yfir hann í líkamlegri mynd eins og dúfa. Þessum atburði fylgdi einnig rödd af himni.
Jesús sagði við lærisveina sína að það væri þeim til góðs að hann færi því þá myndi faðir hans senda þeim andann heilaga. Hann sagði að þeir myndu öðlast kraft er heilagur andi kæmi yfir þá og að þeir myndu verða vottar hans allt til endimarka jarðarinnar.
Fjörutíu dögum eftir upprisu Jesú, eða á hvítasunnudag, varð síðan úthelling heilags anda og rættist þá það sem Jesús hafði talað.
Í Nýja testamentinu kemur fram að eftir að heilögum anda var úthellt á hvítasunnudag hafi hverjum þeim er tók við Jesú staðið til boða að fyllast heilögum anda og að svo muni verða allt til enda veraldar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.