Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Jóhannes skírari var farandtrúboði af gyðingaættum[1] sem var uppi á fyrstu öld e. Kr. Hann er mikilvæg persóna[2] í kristni, íslam og Bahá'í-trú[3] Í öllum þessum trúarbrögðum er hann talinn spámaður og í mörgum kristnum trúarhópum er hann heiðraður sem dýrlingur.
Jóhannes notaði skírn sem megintákn[4] trúarhreyfingarinnar sem hann boðaði. Almennt er talið að Jóhannes hafi skírt Jesús.[5][6] Sumir fræðimenn telja að Jesús hefi verið fylgimaður eða lærisveinn Jóhannesar.[7][8][9] Þessi kenning stangast nokkuð á við orð Jóhannesar sjálfs í trúarritum, en þó er minnst á það í Nýja testamentinu að sumir af fyrstu stuðningsmönnum Jesú hafi verið fylgimenn Jóhannesar þar áður.[10] Sagnfræðingurinn Jósefos Flavíos minnist einnig á Jóhannes í ritum sínum.[11] Sumir fræðimenn halda ennfremur að Jóhannes hafi verið undir áhrifum frá meinlætamanninum Essenes, sem átti von á dómsdegi og framkvæmdi athafnir sem svipaði mjög til skírnar.[12][13]
Samkvæmt Nýja testamentinu átti Jóhannes von á komu frelsara sem yrði merkari en hann sjálfur.[14] Kristnir menn líta almennt á Jóhannes sem forvera eða forboða Jesú.[15]
Samkvæmt Matteusarguðspjalli Nýja testamentsins var Jóhannes skírari líflátinn að tilskipan Heródesar Antípasar konungs. Um aftöku hans segir:
En Heródes hafði látið taka Jóhannes höndum, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, konu Filippusar bróður síns, því Jóhannes hafði sagt við hann: „Þú mátt ekki eiga hana“. Heródes vildi deyða hann, en óttaðist lýðinn, þar eð menn töldu hann vera spámann.
En á afmælisdegi Heródesar dansaði dóttir Heródíasar dans frammi fyrir gestunum og hreif Heródes svo, að hann sór þess eið að veita henni hvað sem hún bæði um.
Að undirlagi móður sinnar segir hún: „Gef mér hér á fati höfuð Jóhannesar skírara.“
Konungur varð hryggur við, en vegna eiðsins og gesta sinna bauð hann að veita henni þetta. Hann sendi í fangelsið og lét hálshöggva Jóhannes þar. Höfuð hans var borið inn á fati og fengið stúlkunni, en hún færði móður sinni.
Lærisveinar hans komu, tóku líkið og greftruðu, fóru síðan og sögðu Jesú.[16]
Miðað er við að aftaka Jóhannesar skírara hafi farið fram þann 29. ágúst og er sá dagur stundum haldinn heilagur meðal kristinna manna sem höfuðdagur.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.