Eva Magdalena Andersson (f. 23. janúar 1967) er sænsk stjórnmálakona og hagfræðingur. Hún hefur verið leiðtogi sænska Jafnaðarmannaflokksins frá 5. nóvember 2021 og var forsætisráðherra Svíþjóðar frá 30. nóvember 2021 til 18. október 2022. Hún var áður fjármálaráðherra í ríkisstjórn Stefans Löfven frá árinu 2014 til 2021.

Staðreyndir strax Forsætisráðherra Svíþjóðar, Þjóðhöfðingi ...
Magdalena Andersson
Thumb
Magdalena Andersson árið 2021.
Forsætisráðherra Svíþjóðar
Í embætti
30. nóvember 2021  18. október 2022
ÞjóðhöfðingiKarl 16. Gústaf
ForveriStefan Löfven
EftirmaðurUlf Kristersson
Fjármálaráðherra Svíþjóðar
Í embætti
3. október 2014  30. nóvember 2021
ForsætisráðherraStefan Löfven
ForveriAnders Borg
EftirmaðurMikael Damberg
Persónulegar upplýsingar
Fædd23. janúar 1967 (1967-01-23) (57 ára)
Uppsölum, Svíþjóð
ÞjóðerniSænsk
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiRichard Friberg
Börn2
HáskóliHagfræðiskólinn í Stokkhólmi
Loka

Andersson er fyrsti kvenforsætisráðherra Svíþjóðar og með embættistöku hennar varð Svíþjóð síðasta Norðurlandið til að kjósa konu sem ríkisstjórnarleiðtoga.

Æviágrip

Magdalena Andersson fæddist þann 23. janúar 1967 í Uppsölum og keppti í sundi þegar hún var barn.[1] Hún gekk sextán ára gömul í ungliðadeild sænska Jafnaðarmannaflokksins.[2] Hún er menntuð í hagfræði og starfaði frá 2007 til 2009 sem aðstoðarmaður Monu Sahlin, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins. Árið 2009 hóf Andersson störf sem yfirmaður hjá sænskum skattayfirvöldum og vann hún þar til ársins 2012. Tveimur árum síðar varð Andersson fjármálaráðherra Svíþjóðar í fyrstu ríkisstjórn Stefans Löfven.[1]

Sem fjármálaráðherra hefur Andersson þótt fara varlega með fé sænskra skattgreiðenda og því hefur hún verið kölluð „nískasti fjármálaráðherra Evrópusambandsins.“[1] Hún hefur þó hækkað skatta og varið meira fé í velferðarkerfið á embættistíð sinni. Andersson hefur látið þau orð falla að hún telji háa skatta, sterk verkalýðsfélög og jöfnuð undirstöðu velgengni í alþjóðavæddum heimi.[3]

Þegar Stefan Löfven lýsti yfir að hann hygðist segja af sér sem forsætisráðherra og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins sumarið 2021 var fljótt litið til Andersson, hinnar svokölluðu „krónprinsessu“ flokksins, sem líklegs eftirmanns hans.[1][4] Þann 5. nóvember 2021 var Andersson einróma kjörin nýr leiðtogi flokksins. Hún var ein í framboði og hafði verið tilnefnd til embættisins af 26 aðildarfélögum Jafnaðarmannaflokksins.[5]

Þann 24. nóvember kaus sænska þingið að staðfesta Andersson sem nýjan forsætisráðherra Svíþjóðar.[6] Andersson sagði hins vegar af aðeins sjö klukkustundum síðar þegar fjárlagafrumvarp hennar komst ekki í gegnum þingið. Miðflokkurinn, sem hafði kosið með útnefningu Anderssons í embætti forsætisráðherra, greiddi atkvæði með fjárlagafrumvarpi Kristilegra demókrata og Svíþjóðardemókrata, sem var samþykkt af þinginu. Græni flokkurinn dró í kjölfarið til baka stuðning sinn við stjórn Anderssons vegna óánægju með nýju fjárlögin. Andersson kvaðst ekki geta leitt ríkisstjórn undir þessum kringumstæðum og baðst lausnar en lýsti þó yfir vilja til að mynda nýja minnihlutastjórn Jafnaðarmannaflokksins.[7]

Þingið kaus Andersson aftur forsætisráðherra þann 29. nóvember, í þetta sinn sem leiðtoga minnihlutastjórnar.[8] Hún tók við embættinu næsta dag.

Kosningabandalag vinstriflokkanna tapaði naumlega þingkosningunum í september 2022. Andersson baðst því lausnar úr embætti forsætisráðherra þann 14. september. Hún situr hins vegar áfram sem formaður Jafnaðarmannaflokksins.[9]

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.