Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Stjórnmál er ferli bindandi ákvarðanatöku fyrir hóp af fólki. Algengast er að tala um stjórnmál í sambandi við ákvarðanatöku fyrir ríki og sveitarfélög, en hugtakið getur einnig átt við um stjórnun fyrirtækja, og félagasamtaka. Í lýðræðisríkjum sem byggja á fulltrúalýðræði eru stjórnmálamenn kosnir til valda. Þeim er falið umboð til ákvarðanatöku fyrir hóp fólks. Harold Lasswell, þekktur bandarískur stjórnmálafræðingur á fyrri hluta 20. aldarinnar, sagði að stjórnmál snerust um „hver fengi hvað, hvenær og hvernig”.[1]
Í hnattrænu samhengi eru ríki grunneiningar stjórnmála. Þýski félagsfræðingurinn Max Weber skilgreindi stjórnmál sem „viðleitni til að eiga hlut í völdum eða til að hafa áhrif á skiptingu valda, hvort sem er milli ríkja eða milli hópa manna innan sama ríkis.”[2] Max Weber er einnig höfundurinn að einni víðteknustu skilgreiningu á ríkinu en það er sú félagslega stofnun sem hefur réttmætan og viðurkenndan einkarétt á beitingu líkamlegs ofbeldis á ákveðnu landssvæði. Hér erum við því aftur komin að lykilhugtökunum ríki og vald.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.