From Wikipedia, the free encyclopedia
Bylting á við grundvallarbreytingu í dreifingu valds eða uppbyggingu valdakerfa sem á sér stað á tiltölulega stuttum tíma. Margar byltingar hafa verið í gegnum sögu mannsins, og eru nokkuð mismunandi hvað varðar aðferð, lengd og hugmyndafræði. Afleiðingar slíkra byltinga hafa verið breytingar á menningu, hagkerfum og stjórnmálakerfum.
Deilt er um hvað tilheyrir byltingu og hvað ekki, en umræðan snýst um nokkur lykilatriði. Frumstæðar rannsóknir á byltingum einbeittu sér að viðburðum í sögu Evrópu frá sálfræðilegu sjónarhorni, en í dag er horft til viðburða um allan heim og skoðana frá nokkrum félagsvísindum, þar á meðal félagsfræði og stjórnmálafræði. Nokkrar kenningar eru til um hvað leiðir til byltinga og áhrifa þeirra en þær eru byggðar á nokkrum kynslóðum fræðilegra rannsókna.
Aristóteles lýsti tvenns konar byltingum:
Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, ritaði grein sem ber heitið Var gerð bylting árið 1809? og var hún birt í Sögu – Tímarit Sögufélags árið 1999. Þar lýsir hún sex skilyrðum sem bylting þarf uppfylla að einhverju leiti til þess að teljast sem bylting. Hún styðst við byltingarlíkan Charles Tillys í ritinu European Revolutions. Fræðimenn sem höfðu áhrif á þessa byltingarlíkan Tillys eru Anthony de Crespigny, Peter Calvert, Hannah Arendt og Karl Griewank. Þessi atriði eru:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.