27. ágúst er 239. dagur ársins (240. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 126 dagar eru eftir af árinu.
- 2001 - Forsætisráðherra Ástralíu John Howard neitaði flutningaskipinu Tampa um leyfi til að leggja að höfn.
- 2002 - Flak Northrop N-3PB-sjóflugvélar fannst á átta metra dýpi í Skerjafirði.
- 2003 - Plánetan Mars var nær jörðu en hún hafði verið í 60.000 ár.
- 2003 - Fyrstu sexhliða viðræðurnar um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu fóru fram.
- 2008 - Íslenska karlalandsliðið í handknattleik var hyllt af miklum mannfjölda í miðbæ Reykjavíkur eftir komuna til landsins að afloknum Ólympíuleikum í Peking.
- 2009 - Foringi í friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir endalokum stríðsins í Darfúr eftir sex ára átök og 400.000 látna.
- 2010 - Menningarhúsið Hof var tekið í notkun á Akureyri.
- 2012 - Borgarastyrjöldin í Sómalíu: Stjórnarher Sómalíu náði hafnarborginni Marka á sitt vald.
- 2015 - 70 flóttamenn fundust látnir í flutningabíl á vegi á landamærum Slóvakíu og Austurríkis.
- 1545 - Alexander Farnese, hertogi af Parma (d. 1592).
- 1627 - Koxinga, kínverskur sjóræningi (d. 1662).
- 1770 - Georg Wilhelm Friedrich Hegel, þýskur heimspekingur (d. 1831).
- 1781 - Finnur Magnússon, íslenskur fornfræðingur (d. 1847).
- 1812 - Páll Jónsson í Viðvík, íslenskur prestur og sálmaskáld (d. 1889).
- 1862 - Klemens Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1930).
- 1865 - Charles G. Dawes, bandarískur stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1951).
- 1874 - Carl Bosch, þýskur efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1940).
- 1881 - Sigurd Islandsmoen, norskt tónskáld (d. 1964).
- 1884 - Vincent Auriol, franskur stjórnmálamaður (d. 1966).
- 1887 - Jónas Guðlaugsson, íslenskt skáld (d. 1916).
- 1890 - Man Ray, ljósmyndari og listamaður (d. 1976).
- 1906 - Ed Gein, bandarískur raðmorðingi (d. 1984).
- 1908 - Lyndon B. Johnson, forseti Bandaríkjanna (d. 1973).
- 1929 - Ira Levin, bandarískur rithöfundur (d. 2007).
- 1944 - G. W. Bailey, bandarískur leikari.
- 1952 - Paul Reubens, bandarískur leikari.
- 1953 - Kristinn Ágúst Friðfinnsson, íslenskur prestur.
- 1962 - Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón), íslenskt skáld.
- 1965 - Paulo Silas, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1969 - Christine O'Donnell, bandarískur stjórnmálamaður.
- 1972 - Jimmy Pop, bandarískur tónlistarmaður.
- 1972 - Róbert R. Spanó, íslenskur dómari.
- 1976 - Sarah Chalke, kanadísk leikkona.
- 1982 - Helgi Már Magnússon, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 1986 - Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis.
- 1988 - Alexa Vega, bandarísk leikkona.
- 1990 - Soluna Samay, dönsk söngkona.
- 1146 - Eiríkur lamb, Danakonungur.
- 1312 - Arthúr 2., hertogi af Bretagne (f. 1262).
- 1521 - Josquin Des Prez, flæmskt tónskáld (f. um 1450).
- 1576 - Titianus, ítalskur listmálari (f. um 1489).
- 1590 - Sixtus 5. páfi (f. 1521).
- 1611 - Tomás Luis de Victoria, spænskt tónskáld (f. 1548).
- 1626 - Enevold Kruse, danskur hirðstjóri (f. 1561).
- 1635 - Lope de Vega, spænskt leikskáld (f. 1562).
- 1937 - Andrew W. Mellon, bandarískur iðnjöfur (f. 1855).
- 1963 - W.E.B. DuBois, bandarískur mannréttindafrömuður og fræðimaður (f. 1868).
- 1965 - Le Corbusier, svissneskur arkitekt (f. 1887).
- 1967 - Brian Epstein, enskur athafnamaður (f. 1934).
- 1975 - Haile Selassie, keisari Eþíópíu (f. 1892).
- 1988 - Max Black, bandarískur heimspekingur (f. 1909).
- 1990 - Stevie Ray Vaughan, bandarískur gítarleikari (f. 1954).
- 2005 - Aðalheiður Hólm Spans, íslenskur verkalýðsforingi (f. 1915).