1635
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Árið 1635 (MDCXXXV í rómverskum tölum) var 35. ár 17. aldar sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en fimmtudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Atburðir
- Apríl - Axel Oxenstierna heimsótti Frakkland og tryggði þar bein afskipti Frakka í Þrjátíu ára stríðinu.
- 19. maí - Frakkland sagði Spáni stríði á hendur.
- 30. maí - Ferdinand 2. keisari og þýsku mótmælendafurstarnir gerðu með sér friðarsamkomulag í Prag sem fól í sér að Endurheimtartilskipunin frá 1629 var afturkölluð.
- September - Keisarinn sagði Frakklandi stríð á hendur vegna afskipta hans af Franche-Comté.
Ódagsettir atburðir
- Prestar á Kjalarnesi meinuðu mæðgum um altarisgöngu vegna orðróms um að þær hefðu alið á sér tilbera.
- Leikritið Medea eftir Pierre Corneille var frumsýnt í París.
- Þetta ár dó Bergsteinn skáld blindi á Eyrarbakka útúr drykkjuskap, og fékk ekki kirkjuleg sakir þess að „ískyggilegt" þótti um drykkjuskap hans.
Fædd
- 18. febrúar - Johan Göransson Gyllenstierna, sænskur stjórnmálamaður (d. 1680).
- 18. júlí - Robert Hooke, enskur vísindamaður (d. 1703).
- 24. ágúst - Peder Schumacher Griffenfeld, danskur stjórnmálamaður (d. 1699).
Dáin
- 27. mars - Robert Naunton, enskur stjórnmálamaður (f. 1563).
- 7. ágúst - Friedrich von Spee, þýskur rithöfundur (f. 1591).
- 27. ágúst - Lope de Vega, spænskt leikskáld (f. 1562).
- 14. nóvember - Magnús Arason, sýslumaður á Reykhólum (f. 1599).
Opinberar aftökur
- Hengdir fyrir þjófnað: tveir menn í Gullbringusýslu og einn 18 ára drengur í Eyjafirði.
- Gísli Tómasson, 25 ára, „stegldur“ í Laugarbrekku fyrir morð föður síns, Tómasar Þorkelssonar.[1]
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.