16. júlí er 197. dagur ársins (198. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. Þá eru 168 dagar eru eftir af árinu.
- 1999 - Flugvél með John F. Kennedy yngri, Carolyn Bessette Kennedy eiginkonu hans og systur hennar fórst á Atlantshafi. Allir um borð létust.
- 2001 - Bandaríska alríkislögreglan handtók Dmítrí Skljarov fyrir meint brot gegn Digital Millennium Copyright Act.
- 2005 - Skáldsagan Harry Potter og blendingsprinsinn kom út á sama tíma um allan heim. 287.564 eintök seldust að meðaltali á hverri klukkustund fyrsta sólarhringinn.
- 2009 - Alþingi samþykkti með 33 atkvæðum gegn 28 (tveir sátu hjá) að senda umsókn um aðild til Evrópusambandsins. Allir flokkar voru klofnir í afstöðu nema Samfylkingin.
- 2019 - Ursula von der Leyen var kjörin forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fyrst kvenna.
- 2023 - Tvítugur Spánverji, Carlos Alcaraz, vann Wimbledon-mótið þegar hann sigraði Serbann Novak Djokovic.
- 1723 - Joshua Reynolds, breskur málari (f. 1792).
- 1769 - Edmund Fanning, bandarískur landkönnuður og skipstjóri (d. 1841).
- 1796 - Camille Corot, franskur listmálari (d. 1875).
- 1824 - Ludwig Friedländer, þýskur fornfræðingur (d. 1909).
- 1872 - Roald Amundsen, norskur landkönnuður (d. 1928).
- 1875 - Vigfús Sigurðsson, íslenskur landkönnuður (d. 1950).
- 1896 - Trygve Lie, norskur stjórnmálamaður og fyrsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna (d. 1968).
- 1916 - Kristján frá Djúpalæk, íslenskt skáld (d. 1994).
- 1932 - Bill Byrge, bandarískur leikari.
- 1936 - Yasuo Fukuda, japanskur stjórnmálamaður.
- 1938 - Þorkell Sigurbjörnsson, íslenskt tónskáld (d. 2013).
- 1939 - Ryozo Suzuki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1941 - Desmond Dekker, reggítónlistarmaður frá Jamaíka (d. 2006).
- 1943 - Patricia Churchland, kanadískur heimspekingur.
- 1948 - Lars Lagerbäck, sænskur knattspyrnuþjálfari.
- 1963 - Norman Cook (Fatboy Slim), breskur tónlistarmaður.
- 1964 - Miguel Induráin, spænskur hjólreiðamaður.
- 1965 - Michel Desjoyeaux, franskur siglingamaður.
- 1967 - Will Ferrell, bandariskur leikari og gamanleikari.
- 1970 - Sigga Lund (Sigríður Lund Hermannsdóttir), útvarpskona.
- 1982 - Steven Hooker, ástralskur stangarstökkvari.
- 1982 - Elvar Gunnarsson, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1985 - Dejan Jakovic, kanadískur knattspyrnumaður.
- 1988 - Sergio Busquets, spænskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Gareth Bale, velskur knattspyrnumaður.