11. september er 254. dagur ársins (255. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 111 dagar eru eftir af árinu.
- 2001 - Hryðjuverkin 11. september 2001 í Bandaríkjunum: Al-Kaída rændi fjórum farþegaþotum og flaug á byggingar í New York og Virginíu. 2973 létu lífið í árásunum.
- 2003 - Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, lést á sjúkrahúsi daginn eftir að ráðist var á hana og hún stungin margsinnis í verslunarmiðstöð.
- 2005 - Flokkur Junichiro Koizumi komst aftur til valda í Japan eftir þingkosningar.
- 2010 - Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að þrír fyrrum ráðherrar hefðu gerst sekir um vanrækslu í starfi.
- 2012 - Í mörgum múslimaríkjum hófust mótmæli við sendiráð Bandaríkjanna vegna myndbandsins Innocence of Muslims sem birt var á YouTube með arabísku tali snemma í sama mánuði.
- 2012 - Íslamistahópurinn Ansar al-Sharia gerði árás á bandaríska sendiráðið í Benghazi í Líbýu. J. Christopher Stevens sendiherra var drepinn í árásinni.
- 2013 - Yfir 1,6 milljón manns mynduðu mennska keðju í Katalóníu, Vía Catalana, til að kalla eftir sjálfstæði héraðsins.
- 2022 - Magdalena Andersson sagði af sér embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir að hafa misst meirihluta þingsæta í þingkosningum.
- 1522 - Ulisse Aldrovandi, ítalskur náttúrufræðingur (d. 1605).
- 1683 - Farrukhsiyar, Mógúlkeisari (d. 1719).
- 1734 - Egill Þórhallason, trúboðsprestur á Grænlandi (d. 1789).
- 1816 – Carl Zeiss, þýskur sjónglerjasmiður (d. 1888).
- 1862 - O. Henry, bandarískur rithöfundur (d. 1910).
- 1880 - Guðmundur Ásbjörnsson, bæjarfulltrúi í Reykjavík (d. 1952).
- 1884 - Jón Helgason, íslenskur stórkaupmaður í Kaupmannahöfn (d. 1968).
- 1885 - D. H. Lawrence, enskur rithöfundur (d. 1930).
- 1917 - Ferdinand Marcos, forseti Filippseyja (d. 1989).
- 1917 - Jessica Mitford, breskur rithöfundur (d. 1996).
- 1917 - Herbert Lom, tékknesk-breskur leikari.
- 1935 - Arvo Pärt, eistneskt tónskáld.
- 1940 - Brian De Palma, bandarískur kvikmyndaleikstjóri.
- 1945 - Franz Beckenbauer, þýskur knattspyrnumaður.
- 1950 - Eijun Kiyokumo, japanskur knattspyrnumaður.
- 1959 - Sigurður Gunnarsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1961 - Elizabeth Daily, bandarísk leikkona.
- 1962 - Julio Salinas, spænskur knattspyrnumaður.
- 1965 - Moby, bandarískur tónlistarmaður.
- 1965 - Bashar al-Assad, forseti Sýrlands.
- 1967 - Sung Jae-ki, suðurkóreskur mannréttindafrömuður (d. 2013).
- 1970 - Fanny Cadeo, ítölsk leikkona.
- 1971 - Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, íslenskur bókmenntafræðingur.
- 1973 - Gaukur Úlfarsson, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1978 - Gagga Jónsdóttir, íslenskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1161 - Melisende, drottning Jerúsalem (f. 1105).
- 1349 - Bonne, fyrri kona Jóhanns 2. Frakkakonungs (f. 1315).
- 1380 - Hákon 6. Magnússon, Noregskonungur (f. 1340).
- 1677 - James Harrington, enskur stjórnspekingur (f. 1611).
- 1680 - Mizunoo annar, Japanskeisari (f. 1596).
- 1705 - Þorsteinn Illugason, prófastur á Völlum (f. 1618).
- 1707 - Jón Einarsson, nýskipaður skólameistari á Hólum.
- 1791 - Jón Steingrímsson eldklerkur, prestur á Prestbakka á Síðu (f. 1728).
- 1823 - David Ricardo, breskur hagfræðingur (f. 1772).
- 1936 - Guðrún Björnsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1853).
- 1948 - Muhammad Ali Jinnah, forsætisráðherra Pakistan (f. 1876).
- 1971 - Níkíta Khrústsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (f. 1894).
- 1973 - E. E. Evans-Pritchard, breskur mannfræðingur (f. 1902).
- 1973 - Salvador Allende, forseti Chile (f. 1908).
- 1993 - Eysteinn Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1906).
- 1996 - Koichi Oita, japanskur knattspyrnumaður.
- 2003 - Anna Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar (f. 1957).