Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Seyluhreppur er forn hreppur sem er hluti af sveitarfélaginu Skagafirði í dag. Hann er staðsettur vestan Héraðsvatna í Skagafjarðarsýslu og kenndur við bæinn Stóru-Seylu á Langholti, sem var þingstaður hreppsins.[1]
Til hreppsins töldust fjögur byggðarlög, Langholt, Vallhólmur, Víðimýrarhverfi og Skörð, en einnig Fjall, Geldingaholt og Húsabakkabæirnir, sem ekki töldust tilheyra neinu þessara byggðarlaga. Byggðin er breið og áttu aðeins sex bæir í hreppnum land til fjalls. Hreppurinn var allur í Glaumbæjarsókn en þar eru tvær kirkjur, í Glaumbæ og á Víðimýri. Fyrr á öldum var einnig kirkja í Geldingaholti.[2]
Aðalatvinnuvegur hreppsbúa var lengst af landbúnaður en nokkru fyrir miðja 20. öld byggðist upp dálítill þéttbýliskjarni í Varmahlíð og starfa íbúar þar flestir við verslun og þjónustu af ýmsu tagi. Þar er skóli, félagsheimili, hótel og sundlaug, auk verslunar og annarrar þjónustustarfsemi.[3] Við sameininguna bjuggu 303 íbúar í hreppnum, þar af 125 í Varmahlíð.[4]
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.[5]
Síðasta hreppsnefnd Seyluhrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 28. maí 1994 og hana skipuðu Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Arnór Gunnarsson, Kristján Sigurpálsson, Sigurður Haraldsson og Sveinn Allan Morthens.
Oddvitar [6]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.