Íslenskur hagfræðingur og stjórnmálakona From Wikipedia, the free encyclopedia
Kristrún Mjöll Frostadóttir (fædd 12. maí 1988) er íslenskur hagfræðingur og núverandi formaður Samfylkingarinnar frá 2022. Hún hefur setið á Alþingi fyrir flokkinn í reykjavíkurkjördæmi suður frá 2021.
Kristrún Frostadóttir (KFrost) | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Formaður Samfylkingarinnar | |||||||
Núverandi | |||||||
Tók við embætti 28. október 2022 | |||||||
Forveri | Logi Már Einarsson | ||||||
Alþingismaður | |||||||
| |||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||
Fædd | 12. maí 1988 Reykjavík | ||||||
Stjórnmálaflokkur | Samfylkingin | ||||||
Maki | Einar Bergur Ingvarsson | ||||||
Börn | 1 | ||||||
Háskóli | Háskóli Íslands (BS) Boston-háskóli (BA) Yale-háskóli (MA) | ||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Fljótlega eftir að Kristrún tók við formennsku í flokknum varð hún af vinsælasta stjórnmálamanni á Íslandi í skoðanakönnunum sem að leiddi til þess að Samfylkingin fékk hæst fylgi allra flokka í öllum skoðanakönnunum síðan snemma árs 2023.[1][2]
Kristrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2008. Hún lauk BS prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og MA-prófi í hagfræði frá Boston-háskóla árið 2014. Hún lauk líka árið 2016 MA-próf í alþjóðafræði með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál frá Yale-háskóla.
Kristrún er fyrrverandi hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og fyrrum aðalhagfræðingur Kviku banka. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og verið starfsmaður greiningardeildar Arion banka. Hún starfaði sem sérfræðingur í greiningardeild bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley, fyrst í New York og síðan í London en hélt þaðan til starfa sem aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands í mars árið 2017.[3] Í janúar 2018 tók hún við starfi aðalhagfræðings Kviku banka[4] en sagði starfinu upp þegar hún sóttist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í janúar 2021.[5]
Innkoma Kristrúnar inn á hið pólitíska svið vakti mikla athygli í aðdraganda kosninga. Hún var sá frambjóðandi Samfylkingarinnar sem var einna mest áberandi í kosningabaráttunni og meðal annars spratt fjölmiðlaumræða um hvort Kristrún hefði í starfi sínu hjá Kviku banka fengið tugmilljóna króna kaupaaukagreiðslur. Kristrún vísaði þeim fullyrðingum á bug.[6]
Eftir að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti 18. júní 2022 að hann myndi láta af störfum sem formaður var Kristrún orðuð við formannsstólinn. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar, hafði þó skrifað póst á Facebook nokkrum dögum áður þar sem að hann sagði að Kristrún væri efnislegasta kona íslenskra stjórnmála og spurði hvenær Samfylkingin ætlaði að kalla hana til forystu.[7] Í ágúst á sama ári í Iðnó gaf hún kost á sér í formannskjör Samfylkingarinnar.[8] Þar sem engin önnur framboð bárust var Kristrún sjálfkjörin formaður á landsfundi flokksins þann 28. október 2022 með 94,5 prósent atkvæða.[9]
Maki Kristrúnar er Einar B. Ingvarsson og eiga þau tvær dætur fæddar árið 2019 og 2023.[10]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.