From Wikipedia, the free encyclopedia
Þari er íslenskt heiti á nokkrum tegundum brúnþörunga sem tilheyra ættbálknum Laminariales (e. kelp). Þekktustu ættkvíslir þara eru Macrocystis, Laminaria og Ecklonia.[1] Þarategundir einkennast af því að allar hafa vel aðgreindan stilk, neðst á honum vaxa út margir, sívalir festusprotar sem festa þarann við botninn og á efri enda stilksins situr stórt blað. Stilkurinn er oft nefndur þöngull og festan á neðri enda hans þöngulhaus.[2]
Þari | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Þaraskógur við Kaliforníu | ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Ættir | ||||||||||
| ||||||||||
Þarar eru fjölbreyttastir og stærstir brúnþörunga og hafa fundist einstaklingar sem eru allt að 100 m langir. Þeir finnast í miklu magni á grunnsævi neðan fjörunnar í tempruðum svæðum bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Sumar tegundir geta orðið mjög stórar og myndað þétta þaraskóga þar sem framleiðnin er oft mjög mikil.[1]
Á einni þaraplöntu, þöngulhaus, þöngli og blöðku, getur dafnað ótrúlegur fjöldi einstaklinga. Yfir 100 þúsund plöntur og dýr geta vaxið á þaranum sem ásætur, auk dýralífs í og á þöngulhausnum. Þaraskógur býður auk þess fjölda lífvera upp á skjól, felustaði og æti.[3]
Þari er algengur á tempruðum svæðum á bæði norður- og suðurhveli. Flestar tegundir þara vaxa í Kyrrahafi, en einnig hefur fundist töluverður fjöldi í Atlantshafi. Ættkvíslin Laminaria er ríkjandi í N-Atlantshafi og NV-Kyrrahafi, ættkvísl Macrocystis (risaþara) í A-Kyrrahafi og SA-Atlantshafi, en ættkvísl Ecklonia við S-Afríku og Ástralasíu.[4]
Þari vex á grunnsævi neðan fjöruborðs. Eftir því sem sjórinn er tærari og sólarljósið nær lengra niður í sjóinn, getur þarinn lifað því mun dýpra. Sumar tegundir vaxa á allt að 40 metra dýpi.[1]
Við Ísland vaxa sex tegundir þara sem tilheyra þremur mismunandi ættkvíslum[2]:
Þari hefur verið notaður sem áburður, húsdýrafóður og matur. Marinkjarni er eina þarategundin sem vitað er til að höfð hafi verið til matar á Íslandi, en í Austur-Asíu er þari notaður í miklum mæli til matar. Japansþari (Laminaria japonica) er sú þarategund sem mest er neytt af, og er megnið af honum ræktaður.
Aðalnotkun þara hins vegar er til framleiðslu á gúmmíefninu algín. Það er notað í margs konar iðnaði, t.d. matvæla- og lyfjaiðnaði, og í vefnaði. Algín er einnig notað til að auðvelda blöndun ólíkra vökva, svo sem vatns og olíuefna. Sem dæmi er algín notað við ísgerð, til að koma í veg fyrir að vatnið skilji sig frá mjólkurfitunni og myndi ískristalla.[5]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.