From Wikipedia, the free encyclopedia
Hr. Bean eða Mr. Bean er aðalpersónan í þáttunum Mr. Bean og er leikinn af Rowan Atkinson, sem bjó persónuna einnig til. Mr. Bean er barnalegur og frekar eigingjarn maður sem gerir alla hluti á sinn einstaka hátt. Hann býr einn í íbúð 2 á Arbour Road 12 í Highbury. Hann klæðist alltaf brúnum jakka og rauðu bindi. Mr. Bean talar lítið sem ekkert en þegar hann gerir það muldrar hann nokkur orð. Eiginnafn hans eða starf kemur aldrei fram í þáttunum.
Mr. Bean virðist oft ekki vita hvernig venjulegir hlutir ganga fyrir sig og þættirnir ganga út það að sýna tilraunir hans til að takast á við eitthvað sem flestum myndi finnast einföld verkefni, t.d. að fara í sund, horfa á sjónvarpið eða fara í kirkju. Brandarar þáttanna eru frumlegar (og oft fáranlegar) tilraunir Mr. Beans til að finna lausn á vandamálunum, lítilsvirðingin sem hann sýnir fólkinu í kringum sig þegar hann reynir að leysa þau og illkvitni hans.
Mr. Bean kom fyrst fram í janúar 1990 á stöð 1 í Englandi. Mr. Bean hefur unnið ein Golden Rose, ein Tidleg Sædavgang og tvenn verðlaun á Rose d'Or Light Entertainment Festival.
Það voru sýndir 14 þættir:
Besti og örugglega eini vinur hans er Teddy eða Bangsi, sem er bangsinn hans. Teddy kom fram í flestum þáttum sem og bíllinn hans. Bíllinn er 1970 MK IV British Leyland Mini 1000. Í fyrsta þættinum kom bíllin fyrst fram, en þá var hann rauður. Í hinum þrettán var hann gulur.
Irma Gobb kom fram í nokkrum þáttum sem kærasta Mr. Beans. Samt lét hann eins og hún væri bara félagi heldur en kærasta. Síðan eru það Hubert og Rubert en annars hefur hann ekki hafið samband við annað fólk. Það er líka blár bíll sem er alltaf að lenda í allskonar slysum.
Í upphafsstefi þáttanna fellur Mr. Bean niður frá himnum í ljósgeisla á meðan kór syngur Ecce homo qui est faba. Texti lagsins er þessi:
Ecce homo qui est faba
finis partis primae
pars secunda
vale homo qui est faba
Íslensk þýðing:
Sjáið, maður sem er baun
lok fyrsta hluta
annar hluti
farvel, maður sem er baun
Það hafa verið gerðar tvær myndir með Mr. Bean. Sú fyrri heitir Bean eða Bean: The Ultimate Disaster Movie og var gerð árið 1997. Í henni var Mr. Bean sendur til Los Angeles. Því miður halda allir þar að hann sé listasnillingur. Sú seinni er Mr. Bean's Holiday, sem kom út árið 2007. Í henni vinnur Mr. Bean ferð til Frakklands og lendir í ýmsum ævintýrum. Hann missir af lestinni, lendir í gerviorrustu og hjálpar týndum stráki að finna pabba sinn.
Í janúar 2021 var greint frá því að vinnsla er nú hafin við þriðju kvikmyndina um Bean sem verði teiknuð og verði byggð á teiknimyndunum.[1] Áætlað er að hún verði frumsýnd árið 2022. [2]
Í þáttunum 14 voru tvö ónotuð atriði sem ekki voru notuð í þættina, atriðin eru Libary og Bus Station. Atriðin voru sett á internetið. Það voru líka framleiddar stuttar myndir með Bean: Mr Bean in Police Station árið 1991, Torvill and Bean árið 1993, The Wedding árið 2007 og Funeral árið 2015.
Einnig eru til teiknimyndaþættir með Mr. Bean. Þar eru ævintýrin öðruvísi en samt byggð af sama grunni. Atkinson talar fyrir Mr. Bean og svo eru aðrar persónur sem eru til staðar eins og Mrs. Wicket, Irma Gobb og Scrapper. Það voru gerðar fjórar þáttaraðir á árunum 2003 - 2019 og er hafin vinnsla á kvikmynd byggða á teiknimyndinum[3] sem verður líklega frumsýnd árið 2022. [4]
Það voru sýndir 26 þættir:
Það hafa tvær bækur verið gerðar tvær bækur um Mr. Bean. Mr. Bean's Diary árið 1992 0g Mr. Bean's Pocket Diary árið 1994.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.