Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Eldstöð er jarðfræðilegur landslagsþáttur (oftast fjall, þá kallað eldfjall) þar sem hraun eða í tilfelli lághitaeldstöðva, rokgjarnt efni gýs, eða hefur gosið. Þá rofnar jarðskorpan. Fjölmargar eldstöðvar eru þekktar á reikistjörnum og tunglum í sólkerfinu, margar þeirra mjög virkar. Á jörðinni á þetta sér stað á flekamótum og á svokölluðum heitum reitum, en Hawaii eyjaklasinn myndaðist til dæmis yfir einum slíkum. Rannsókn eldstöðva kallast eldfjallafræði.
Hæsta þekkta eldfjall heims er Ólympusfjall á Mars, og er það jafnframt hæsta fjall í heimi sem vitað er um. Virkasta eldfjall jarðarinnar er Kilauea eldfjallið á Hawaii.
Eldfjöll gefa frá sér gös eins og vatnsgufu, koldíoxíð, brennisteinstvíoxíð og brennisteinsvetni. Einnig spúa þau hrauni og gjósku. Hraun flokkast til að mynda í apalhraun og helluhraun. Gjóska myndast þegar heitar lofttegundir sprengja upp kviku í gosrásinni. Einnig getur vatn tætt kvikuna. Þá þeytast litlar agnir á ógnarhraða upp úr gíg. (Sjá gjóskugos og sprengigos.)
Mismunandi afbrigði eru til af eldstöðvum. Dæmi:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.