megineldstöð á Norðurlandi-Eystra From Wikipedia, the free encyclopedia
Krafla | |
Kröflusvæðið | |
Hæð | 818 metrar yfir sjávarmáli |
Staðsetning | Suður-Þingeyjarsýsla |
Fjallgarður | Enginn |
Krafla er megineldstöð nálægt Mývatni. Hæsti tindur er 818 m. Í henni er sigketill eða askja sem er 10 km í þvermál. Á Kröflusvæðinu er háhitasvæði með leirhverum og gufuhverum, til dæmis við Námafjall. Þar eru um 100 km langar sprungur sem gliðna í eldsumbrotum. Eldgos verða oft á slíkum svæðum.
Fyrir 10 þúsund árum lá ísaldarjökull yfir svæðinu og gat því hraunið ekki runnið burt heldur hlóðust upp móbergshryggir eins og Skógamannafjöll. Árin 1724-29 geisuðu Mývatnseldar. Síðasta gos í Kröflu var 1984 en þá lauk Kröflueldum sem var goshrina sem staðið hafði frá 1975. Frá árinu 1975 hefur jarðhiti Kröflu verið notaður í 60 MW jarðvarmavirkjun, Kröflustöð.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.