Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Megineldstöð er stór eldstöð yfir kvikuhólfi þar sem gos eiga sér stað á mjög löngu tímaskeiði. Á ensku er fyrirbærið ýmist kallað central volcano eða volcanic center. Á Íslandi er sprungukerfi oftast tengt megineldstöðinni.
Megineldstöðvar geta orðið allt að 2.500.000 ára gamlar áður en virkniskeiði þeirra lýkur.[1]
Þegar útkulnaðar megineldstöðvar á Austurlandi voru rannsakaðar komu í ljós fimm æviskeið þeirra, sbr. í Dyrfjallaeldstöðinni.[2]
Fyrst myndast grunnur eldstöðvarinnar þegar frumstæð basalthraun taka að renna.[2]Í byrjun er oft ekkert til nema sprungkerfið – eins og nú er t.d. í Grímsnesi - en þegar kvika nær að koma upp um sprungurnar úr iðrum jarðar, getur með tímanum þróast mjög þétt gangaþyrping og hún breyst í grunnstæð innskot, t.d. sillur eða eitla. Haldi innskotavirkni og tíð eldgos áfram, byggist upp eldstöð á yfirborðinu og kvikan sem hreiðrar um sig, ýmist storkin eða hlutbráðin, jafnvel albráðin, myndar kvikuhólf.[1]Þá er eldstöðin komin yfir á næsta skeið og byrjar að senda frá sér þróaðri, súr hraun og ösku. Á Íslandi er næsta stigið oftast upphleðsla stórs eldfjalls sem er að mestu leyti úr basaltlögum. Svo eldist eldstöðin og þá getur orðið skyndilegt og gríðarmikið sprengigos – eins og gerðist síðast í Öskju 1875 -, þak eldstöðvarinnar hrynur og víðáttumikil askja myndast. Að lokum fyllist askjan af yngri hraunum sem meira og minna drekkja eldstöðinni.[2]
Virkar megineldstöðvar eru t.d. Hekla, Askja, Krafla, Snæfellsjökull, Bárðarbunga, Katla og Grímsvötn.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.