Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Dönsku Vestur-Indíur voru dönsk nýlenda í Karíbahafi sem náði yfir þrjár eyjar í Antillaeyjaklasanum: St. Thomas, St. Jan og St. Croix. Tvær fyrrnefndu eyjarnar voru óbyggðar og Danska Vestur-Indía- og Gíneufélagið lagði þær undir sig 1672 og 1718. Árið 1733 keypti félagið svo St. Croix af Franska Vestur-Indíafélaginu. Eyjarnar urðu krúnunýlenda þegar danska ríkið leysti verslunarfélagið upp 1754 og keypti öll hlutabréf þess.
Í Dönsku Vestur-Indíum var einkum ræktaður sykur, og byggði framleiðslan á vinnuafli þræla, þar til þrælahald var formlega afnumið þar árið 1848. Dönsk stjórnvöld og fyrirtæki undir þeirra verndarvæng eru talin hafa flutt yfir 100.000 manns frá Afríku í þrældóm í Vesturálfu, þar af um 80.000 í þrældóm á þessum nýlendum Dana sjálfra.[1]
Danska ríkið reyndi svo nokkrum sinnum að selja eyjarnar á síðari hluta 19. aldar. Að lokum keyptu Bandaríkin þær fyrir 25 milljón dali árið 1917. Síðan þá hafa eyjarnar heitið Bandarísku Jómfrúaeyjar.
Danir hófu plantekrubúskap á eyjunum með þrælum frá Afríku og framleiddu þar bómull, sykur og tóbak.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.