From Wikipedia, the free encyclopedia
Dýr (fræðiheiti: Animalia) eru hópur lífvera sem myndar sérstakt ríki dýraríkið. Dýr eru ófrumbjarga fjölfrumungar, færir um hreyfingu og gerð úr frumum sem hafa ekki frumuveggi (dýrsfrumum). Dýr eru fær um kynæxlun. Þau hafa vöðvafrumur og þróast úr egglaga blöðrufóstri við upphaf fósturþroska. Vöxtur dýra fer venjulega fram í öllum líkamshlutum og hættir við kynþroska. Dýr nærast á öðrum lífverum, til dæmis plöntum, öðrum dýrum eða dýraleifum.
Dýr | ||||
---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||
| ||||
Fylkingar | ||||
| ||||
Samheiti | ||||
Búið er að lýsa yfir 1,5 milljón tegundum af dýrum í um 35 fylkingum. Af þeim eru um 1,05 milljón skordýr. Um 85.000 tegundir dýra eru lindýr og um 65.000 eru hryggdýr. Talið er að fjöldi dýrategunda á jörðinni gæti verið allt að 7,77 milljónir. Minnstu dýrin eru aðeins 8,5 μm á lengd (sníkjudýrið Myxobolus shekel), en þau stærstu (steypireyðar) allt að 33,6 metrar. Dýr mynda flókin tengsl við vistkerfi sín og aðrar tegundir og taka þátt í fæðuvef. Dýrafræði fæst við rannsóknir á dýrum, en rannsóknir á atferli dýra eru gerðar innan atferlisfræði.
Flestar dýrategundir tilheyra undirríki tvíhliða dýra (Bilateria) sem er stór grein dýra með tvíhliða samhverfa líkamsmynd. Af núlifandi tegundum tvíhliða dýra er til litla grunnfylkingin Xenacoelomorpha, en langflestar tegundir eru annað hvort frummunnar (Protostomia: liðdýr, lindýr, flatormar, liðormar, þráðormar o.s.frv.) eða nýmunnar (Deuterostomia: skrápdýr, kragaormar og hryggdýr, þar sem hryggdýr eru stærsta undirfylkingin). Fundist hafa menjar um forkambrískar lífverur frá Ediacaríum, seinast á frumlífsöld, sem hafa verið túlkaðar sem dýr. Frá Toníum, sem er fyrsta tímabil nýfrumlífsaldar, hafa fundist steingervingar sem benda til tilvistar frumstæðra svampdýra. Nær allar núverandi fylkingar dýra komu fram á sjónarsviðið í Kambríumsprengingunni sem hófst fyrir 539 milljónum ára, og flestir flokkar dýra komu fram á Ordóvisíum fyrir 485,4 milljón árum. Fundist hafa 6.331 hópar erfðavísa sem öll dýr eiga sameiginlega. Hugsanlega var síðasti sameiginlegi forfaðir allra dýra uppi fyrir 650 milljón árum.
Gríski heimspekingurinn Aristóteles flokkaði dýr í dýr með blóð og dýr án blóðs. Carl Linneus setti fram fyrstu vísindalegu flokkunina þar sem hann skipti dýrum í sex flokka í bókinni Systema Naturae árið 1735. Árið 1809 greindi Jean-Baptiste Lamarck á milli 14 fylkinga dýra. Árið 1874 gerði Ernst Haeckel greinarmun á fjölfruma vefdýrum (Metazoa, sem nú eru einfaldlega kölluð „dýr“) og einfruma frumdýrum (Protozoa, sem eru ekki lengur flokkuð með dýrum). Í dag reiðir flokkunarfræðin sig í auknum mæli á aðferðir sameindaþróunarfræði til að greina erfðafræðilegan skyldleika dýrategunda.
Menn hagnýta aðrar dýrategundir á margvíslegan hátt, eins og sem fæðu (þar á meðal kjöt, egg og mjólk), fyrir mikilvægan efnivið (eins og leður, skinn og ull), sem gæludýr og vinnudýr. Fyrsta húsdýrið var hundurinn, en menn hafa notað hunda við veiðar, sem varðhunda og í stríði. Hestar, dúfur og ránfuglar hafa líka verið notuð sem vinnudýr. Menn stunda sportveiði á öðrum dýrategundum, bæði land- og lagardýrum. Önnur dýr hafa haft mikla menningarlega þýðingu fyrir menn og koma fyrir í elstu hellamálverkum og sem verndardýr frá fyrstu tíð. Dýr koma þannig víða fyrir í trúarbrögðum, list, skjaldarmerkjum, stjórnmálum og íþróttum.
Það er ýmislegt sem aðgreinir dýr frá öðrum lífverum. Sem dæmi má taka að dýr eru heilkjörnungar og oftast fjölfrumungar sem meðal annars aðgreinir þau frá gerlum.[4] Ólíkt jurtum og þörungum sem eru frumbjarga (framleiða sína eigin næringu)[5] eru dýr ófrumbjarga[6][7] og nærast á lífrænu efni sem þau melta innvortis.[8] Nær öll dýr nota loftháða öndun.[9] Öll dýr eru hreyfanleg[10] og geta fært líkama sinn úr stað á einhverju æviskeiði, en sum dýr (til dæmis svampar, kórallar, kræklingar og hrúðurkarlar) gerast botnsætin síðar á ævinni. Blöðrufóstur er stig fósturþroska sem aðeins dýr hafa og gerir frumusérhæfingu mögulega, sem aftur leiðir til sérhæfðra vefja og líffæra.[11] Flest dýr hafa sérhæfð líffæri eins og taugakerfi , meltingarkerfi og vöðva.
Öll dýr eru gerð úr frumum sem eru umluktar dæmigerðu utanfrumuefni úr kollageni og sveigjanlegri sykurhvítu.[12] Þegar dýr vaxa myndar þetta utanfrumuefni tiltölulega sveigjanlegan grunn sem frumur geta hreyfst um og skipað sér niður í, sem gerir myndun flóknari eininga mögulega. Utanfrumuefnið getur kalkað og myndað þannig líffæri eins og bein, skeljar og gadda.[13] Aðrar fjölfruma lífverur, eins og þörungar, jurtir og sveppir, hafa stífa frumuveggi og vaxa því stöðugt.[14] Dýrafrumur eru einstakar að því leyti að þær hafa frumutengi sem nefnast tengideplar, þétttengi og halddeplar.[15]
Með nokkrum undantekningum (sérstaklega svampdýr og flögudýr) skiptast líkamar dýra í sérhæfða vefi.[16] Meðal þeirra eru vöðvar sem gera dýrinu kleyft að hreyfa sig, og taugavefir, sem bera boð til að samræma starfsemi líkamans. Dýr eru auk þess oftast með innri meltingarfæri með ýmist einu opi (holdýr, kambhveljur og flatormar) eða tveimur (flest tvíhliða dýr).[17]
Nær öll dýr eru fær um einhvers konar kynæxlun.[18] Þau framleiða einlitna kynfrumur með meiósu, með litlar hreyfanlegar sæðisfrumur og stærri hreyfingarlausar eggfrumur.[19] Þessar frumur renna saman og mynda okfrumu.[20] Okfruman skiptir sér með mítósu og myndar hola kúlu sem nefnist blöðrufóstur. Hjá svampdýrum synda þessi blöðrufóstur á nýja stað, festa sig við botninn og mynda nýjan svamp.[21] Hjá flestum öðrum dýrum gengur blöðrufóstrið í gegnum flóknari umbreytingar:[22] Fyrst breytist það í vembil með smeygingu. Vembillinn eða holfóstrið er með meltingarhol og tvö aðgreind kímlög; útlag sem snýr út og innlag sem snýr inn.[23] Í flestum tilvikum myndast líka þriðja kímlagið, miðlag, á milli þeirra.[24] Kímlögin mynda svo ólíka vefi og líffæri.[25]
Endurtekin innræktun, þar sem mökun á sér stað milli náinna skyldmenna, leiðir yfirleitt til innræktarhnignunar í stofninum vegna aukningar á skaðlegum víkjandi erfðaeinkennum.[26][27] Dýr hafa þróað með sér ýmsar aðferðir til að forðast skyldleikaræktun.[28]
Sum dýr geta æxlast með kynlausri æxlun, sem oft getur af sér erfðafræðilegan klón foreldrisins. Þetta getur átt sér stað með hlutun; knappskotum (eins og í ættkvíslinni Hydra og öðrum holdýrum); eða með meyfæðingu, þar sem frjóvguð egg verða til án mökunar, eins og hjá blaðlúsum.[29][30]
Í töflunni hér fyrir neðan er áætlaður fjöldi tegunda sem lýst hefur verið fyrir helstu fylkingar dýra,[31] ásamt helstu búsvæðum (á landi, í ferskvatni[32] eða í sjó),[33] og hvort þau lifi sjálfstæðu lífi eða sníkjulífi.[34] Áætlaður fjöldi tegunda byggist á fjölda þeirra tegunda sem lýst hefur verið vísindalega. Með ýmsum aðferðum hefur verið spáð fyrir um miklu hærri tölur, en þær eru mjög breytilegar eftir aðferðum. Þannig hefur 25-27.000 tegundum þráðorma verið lýst, en útgefinn áætlaður fjöldi tegunda þráðorma getur verið allt að 100 milljónir.[35] Með því að byggja á mynstrum í flokkunarfræðinni, hefur verið reiknað út að fjöldi dýrategunda gæti verið 7,77 milljónir, ef þau dýr eru meðtalin sem ekki hefur verið lýst.[36][37]
Fylking | Dæmi | Lýstar tegundir | Landdýr | Sjávardýr | Vatnadýr | Sjálfstæð | Sníkjudýr |
---|---|---|---|---|---|---|---|
Liðdýr (Arthropoda) |
1.257.000[31] | Já 1.000.000 (skordýr)[38] |
Já >40.000 (stórkrabbar)[39] |
Já 94.000[32] | Já[33] | Já >45.000[34] | |
Lindýr (Mollusca) |
85.000[31] 107.000[40] |
Já 35.000[40] | Já 60.000[40] | Já 5.000[32] 12.000[40] |
Já[33] | Já >5.600[34] | |
Seildýr (Chordata) |
>70.000[31][41] | Já 23.000[42] | Já 13.000[42] | Já 18.000[32] 9,000[42] |
Já | Já 40 (granar)[43][34] | |
Flatormar (Platyhelminthes) |
29.500[31] | Já[44] | Já[33] | Já 1.300[32] | Já[33] 3.000–6.500[45] |
Já >40.000[34] 4.000–25.000[45] | |
Þráðormar (Nematoda) | 25.000[31] | Já (mold)[33] | Já 4.000[35] | Já 2.000[32] | Já 11.000[35] |
Já 14.000[35] | |
Liðormar (Annelida) |
17.000[31] | Já (mold)[33] | Já[33] | Já 1.750[32] | Já | Já 400[34] | |
Holdýr (Cnidaria) |
16.000[31] | Já[33] | Já (fá)[33] | Já[33] | Já >1.350 (slímdýr)[34] | ||
Svampdýr (Porifera) |
10.800[31] | Já[33] | 200–300[32] | Já | Já[46] | ||
Skrápdýr (Echinodermata) |
7.500[31] | Já 7.500[31] | Já[33] | ||||
Mosadýr (Bryozoa) |
6.000[31] | Já[33] | Já 60–80[32] | Já | |||
Hjóldýr (Rotifera) |
2.000[31] | Já >400[47] | Já 2.000[32] | Já | |||
Ranaormar (Nemertea) |
1.350[48][49] | Já | Já | Já | |||
Bessadýr (Tardigrada) |
1.335[31] | Já[50] (rakar jurtir) |
Já | Já | Já | ||
Heildarfjöldi lýstra tegunda (m.v. 2013): 1.525.728[31] |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.