Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Leður er efni búið til með því að súta húðir af dýrum, mest af nautgripum en einnig svínum, fiskum[1] og fleiri dýrum.
Sútun umbreytir skinni í sterkt, varanlegt og fjölhæft efni sem er notað til að búa til ýmsa hluta svo sem skó Geymt 26 ágúst 2011 í Wayback Machine, veski, handtöskur og annan fatnað. Leður og viður voru undirstaða margvíslegrar tækni til forna.
Leðuriðnaður er ólíkur loðskinnaiðnaði, mikilvægi hráefnanna greinir þá að. Í leðuriðnaði eru hráefnin aukaafurðir kjötiðnaðar og kjöt er meira virði en leður. Aftur á móti notar loðskinnaiðnaður hráefni sem er meira virði en kjötið og er kjötið í því tilviki talið aukaafurð.
Uppstoppun notar líka skinn af dýrum en oft bara af höfðinu og hluta skrokksins. Skinn og húðir má líka nýta til að framleiða lím og matarlím. Sé leðrið soðið er talað um soðleður. Áður fyrr var uppi sú hugmynd að við suðu væri leður ætilegt sem leðursúpa og gæti nýst þar sem fæða var af skornum skammti. Eftir því sem samfélagið þróaðist var soðleðrið meira notað í brynjur og til að styrkja hús. Þekkt eru dæmi þess að menn hafi lagt sér leður til munns þegar við blasti að þeir myndu annars svelta, til að mynda er saga af biskupi einum, sem var að svelta í hel og sauð þá leðurskó sína og komst lífs af með því að éta þá.[2]
Í seinni tíð hefur komið fram gervileður sem notað er á sambærilegan hátt og leður, til dæmis í bólstrun á húsgögnum, skógerð og gerð fatnaðar en gervileður er mun ódýrara en náttúrulegt leður.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.