Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Alkmaar er borg í hollenska héraðinu Norður-Hollandi og er með 94 þúsund íbúa. Alkmaar er þekkt ostaborg.
Alkmaar | |
---|---|
Hérað | Norður-Holland |
Flatarmál | |
• Samtals | 31,22 km2 |
Mannfjöldi (31. desember 2010) | |
• Samtals | 93.945 |
• Þéttleiki | 3.009/km2 |
Vefsíða | www.alkmaar.nl |
Alkmaar liggur vestarlega í Hollandi, á landsvæðinu milli Norðursjávar og Ijsselmeer. Næstu borgir eru Hoorn til austurs (20 km), Amsterdam til suðausturs (40 km) og Den Helder til norðurs (40 km).
Skjaldarmerki Alkmaar sýnir gráan turn á rauðum grunni. Turninn er sennilega gamalt virki, Torenburg, sem nú er horfið. Til sitthvorrar handar eru rauð ljón. Efst trónir lárviðarsveigur. Neðst er borði með áletruninni: Alcmaria victrix, sem merkir hin sigursæla Alkmaar. Þessi einkunnarorð hlaut borgin fyrir frækilega framgöngu sína gegn Spánverjum í frelsisstríðinu á 16. öld. Merkið sjálft er orðið gamalt, en var formlega tekið upp 28. desember 1956. Fáninn samanstendur af sex láréttum röndum, þremur hvítum og þremur rauðum. Efst til vinstri er sami grái turninn og í skjaldarmerkinu.
Í Alkmaar snýst margt um ostagerð og ostasölu. Ostamarkaðurinn var stofnaður 1622 og er í dag haldinn alla föstudaga frá páskum og fram á haust. Osturinn er seldur í stykkjum eða á þar til gerðum sleðum ef um mikið magn er að ræða. Um 300 þús manns sækja ostamarkaðinn heim árlega og seld eru tugir tonna á hverjum föstudegi. Metið var slegið 1916 en þá seldust 300 tonn á einum degi. Markaðurinn hefst á því að torgið er pússað og osturinn borinn þangað á sleðum. Klukkan 10 hringir bjalla og þá byrja lætin, enda er prúttið um ostaverðið órjúfanlegur hluti af kaupunum. Í Alkmaar er ostafélag sem samanstendur af fjórum hópum. Hver hópur samanstendur aftur af sjö burðarmönnum en hópana má þekkja í sundur af litnum á höttum þeirra (rauða, græna, bláa og gula). Yfirmaður hópanna er ostafaðirinn (Kaasvader), en hann þekkist á svörtum staf með silfurlituðum hnúð.
Aðalknattspyrnulið borgarinnar er AZ Alkmaar, sem varð hollenskur meistari 1981 og 2009 (lenti í öðru sæti 1980 og 2006). Liðið hefur auk þess þrisvar orðið bikarmeistari (1978, 1981 og 1982) og einu sinni unnið Johan Cruyff bikarinn (2007). Í Evrópukeppni komst AZ Alkmaar í úrslit árið 1981 en tapaði leiknum fyrir Ipswich Town. Ýmsir Íslendingar hafa leikið með félaginu; Jóhann Berg Guðmundsson og Kolbeinn Sigþórsson (sem skipti yfir til Ajax 2011).
Í Alkmaar er skautabraut í fullri stærð (400 m) sem tekin var í notkun 1972. Brautin er að hálfu leyti opin og er vindur látin blása stöðugt í brautinni. Þar í borg er einnig stór reiðhjólahöll, kölluð Sportpaleis Alkmaar.
Alkmaar viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:
|
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.