sýsla í Frakklandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Réunion (franska: La Réunion) er frönsk eyja í Indlandshafi austan við Madagaskar, um 200 km suðvestan við Máritíus. Íbúafjöldi er um 860.000 (2021).
Réunion | |
Fáni | Skjaldarmerki |
Þjóðsöngur: La Marseillaise (opinber) | |
Höfuðborg | Saint-Denis |
Opinbert tungumál | franska |
Stjórnarfar | Héraðsstjórn |
Forseti Héraðsforseti |
Emmanuel Macron Didier Robert |
Flatarmál • Samtals • Vatn (%) |
*. sæti 2.511 km² ? |
Mannfjöldi • Samtals (2021) • Þéttleiki byggðar |
*. sæti 860.000 330/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2013 |
• Samtals | 21,57 millj. dala (*. sæti) |
• Á mann | ? dalir (*. sæti) |
Gjaldmiðill | evra |
Tímabelti | UTC+4 |
Þjóðarlén | .re |
Landsnúmer | +262 |
Réunion er eitt af 18 stjórnsýsluhéruðum Frakklands og er sem slíkt eitt af handahafshéruðum er hafa sömu lagalegu stöðu og meginlandsumdæmin. Réunion er þannig hluti af Evrópusambandinu og er á Evrusvæðinu.
Lítið er vitað um sögu Réunion fyrir komu Portúgala þangað snemma á 16. öld. Arabískir kaupmenn kölluðu eyjuna Dina Morgabin og hún kemur hugsanlega fyrir á korti eftir Al Sharif el-Edrisi frá 1153. Sjómenn frá Afríku og Suðaustur-Asíu kunna líka að hafa komið þangað.
Evrópubúar uppgötvuðu eyjuna um 1507. Hugsanlega var leiðangur Dom Pedro Mascarenhas fyrstur til að koma auga á hana en sá leiðangur gaf Mascarenes-eyjum nafn sitt. Réunion var nefnd Santa Apolónia eftir Apollóníu frá Alexandríu sem bendir til þess að sæfarendur hafi komið auga á eyjuma 9. febrúar sem er messudagur hennar. Sagt er að Diogo Lopes de Sequeira hafi lent á Réunion og Rodrigues árið 1509.
Meira en öld síðar var eyjan enn ósnert. Frakkar gerðu formlegt tilkall til hennar árið 1638 og fjórum árum síðar voru tólf franskir uppreisnarmenn frá Madagaskar fluttir þangað. Þeir voru fluttir aftur til Frakklands skömmu síðar. Árið 1649 var eyjan nefnd Île Bourbon eftir frönsku konungsættinni Búrbónum. Landnám hófst árið 1665 þegar Franska Austur-Indíafélagið sendi þangað fyrstu 20 landnemana.
Eyjan var nefnd Réunion árið 1793 eftir fall konungsveldisins í Frakklandi í minningu endurfunda byltingarmanna frá Marseilles og þjóðvarðliða frá París 10. ágúst 1792. Árið 1801 var eyjan endurnefnd Île Bonaparte eftir Napoléon Bonaparte. Árið 1810 gerði breski sjóliðsforinginn Josias Rowley innrás á eyjuna. Eftir að henni var skilað til Frakklands á Vínarþinginu 1814 fékk hún á ný nafnið Bourbon-eyja og hélt því þar til Búrbónar misstu aftur völdin árið 1848.
Eyjan var byggð evrópskum landnemum og verkamönnum frá ýmsum heimshornum sem lengst af voru þrælar. Þrælahald var afnumið árið 1848. Mikilvægi eyjarinnar sem áfangastaðar á sjóleiðum til Asíu minnkaði mikið eftir að Súesskurðurinn var opnaður árið 1869.
Í síðari heimsstyrjöld var eyjan undir stjórn Vichy-stjórnarinnar til 30. nóvember 1942 þegar Frjálsir Frakkar hertóku eyjuna með tundurspillinum Léopard. Eyjan varð handanhafsumdæmi árið 1946 með umdæmisnúmerið 974.
Frá 1968 til 1982 voru 1.630 börn flutt frá Réunion til Frakklands, aðallega til Creuse, til að mennta þau. Mörg þeirra voru misnotuð og beitt harðræði af fjölskyldunum sem hýstu þau. Afdrif þessara barna voru dregin fram í dagsljósið árið 2002 og í kjölfarið hefur komið til málaferla.
Árin 2005 og 2006 gekk farsóttin chikungunya yfir eyjuna, líkt og margar aðrar í Indlandshafi á sama tíma. Franska stjórnin sendi fé og hermenn í stórátak til að fækka moskítóflugum sem bera sóttina á eyjunni.
Réunion á sjö fulltrúa á franska þinginu og þrjá í öldungadeildinni.
Réunion er skipt í fjögur sýsluhverfi (franska: arrondissements), 49 kantónur og 24 sveitarfélög. Hún er eitt af fimma handanhafshéruðum Frakklands. Sveitarfélög á eyjunni eru einstaklega fá, miðað við önnur frönsk umdæmi af sömu stærð, og flest sveitarfélögin ná yfir nokkra byggðakjarna sem stundum eru langt hver frá öðrum. Réunion er aðili að Indlandshafsráðinu.
|
|
Réunion er 63 km löng, 45 km breið og 2150 km² að flatarmáli. Undir henni er heitur reitur. Þar eru tvö stór eldfjöll; dyngjan Piton de la Fournaise, sem hefur gosið oftar en 100 sinnum frá 1640, og útdauða eldfjallið Piton des Neiges, sem jafnframt er hæsti tindur eyjunnar (3.070 metrar yfir sjávarmáli). Eldfjöllin þykja líkjast eldfjöllum á Hawaii þar sem líka er svipað loftslag. Hlíðar beggja fjallanna eru vaxnar þéttum skógi. Þéttbýli og landbúnaðarsvæði eru bundin við láglendi við ströndina. Undan vesturströndinni eru kóralrif.
Á Réunion eru þrír sigkatlar: Cirque de Salazie, Cirque de Cilaos og Cirque de Mafate.
Aðalútflutningsvara Réunion er sykur. Ferðaþjónusta er einnig drjúg tekjulind.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.