7. september er 250. dagur ársins (251. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 115 dagar eru eftir af árinu.
- 1191 - Þriðja krossferðin: Ríkharður ljónshjarta sigraði Saladín í orrustunni við Arsuf.
- 1520 - Christina Gyllenstierna, ekkja Sten Sture, gafst upp fyrir Kristjáni 2. Danakonungi.
- 1632 - Susenyos varð Eþíópíukeisari.
- 1821 - Lýðveldið Stór-Kólumbía (nú Venesúela, Kólumbía, Panama og Ekvador) var stofnað. Simón Bólivar varð forseti þess.
- 1822 - Brasilía lýsti yfir sjálfstæði.
- 1874 - Sigurður Guðmundsson málari lést, 41 árs. Aðeins mánuði fyrr hafði hann ásamt Sigfúsi Eymundssyni séð um þjóðhátíðina, sem haldin var á Þingvöllum.
- 1940 - Þýskar sprengjuflugvélar fóru að láta sprengjum rigna yfir London. Öflugar sprengjuárásir voru gerðar 57 nætur í röð.
- 1947 - Ísland gerðist aðili að Bernarsáttmálanum.
- 1972 - Ísland og Belgía gerðu með sér samning um heimildir fyrir belgíska togara til fiskveiða innan 50 mílna markanna í tvö ár.
- 1973 - Mósaíkmynd eftir Gerði Helgadóttur á vegg Tollstöðvarhússins í Reykjavík var afhjúpuð. Myndin er yfir 140 m2 og er samsett úr meira en milljón steinum.
- 1977 - Bandaríkin og Panama gerðu með sér nýjan samning um Panamaskurðinn sem gerði ráð fyrir að Panama fengi smám saman full yfirráð yfir skurðinum.
- 1979 - Íþróttastöðin ESPN hóf útsendingar um kapalkerfi í Connecticut í Bandaríkjunum.
- 1985 - Flóð varð í Dölunum og Helsingjalandi þegar stífla í Noppikoski brast.
- 1986 - Desmond Tutu varð fyrsti þeldökki biskup biskupakirkjunnar í Suður-Afríku.
- 1992 - Haraldur 5. og Sonja, konungshjón Noregs, komu í þriggja daga opinbera heimsókn til Íslands.
- 1992 - Forseti Tadsikistan, Rahmon Nabiyev, neyddist til að segja af sér eftir margra vikna átök.
- 1992 - Vopnaðir menn hliðhollir Oupa Gqozo einræðisherra í Ciskei í Suður-Afríku hófu skothríð á fylgismenn Afríska þjóðarflokksins með þeim afleiðingum að 28 létust.
- 1996 - Skotið var á bíl rapparans 2Pac fyrir utan hnefaleikvang í Las Vegas. Hann lést af sárum sínum sex dögum síðar.
- 1997 - Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund var stofnað í Vestmannaeyjum.
- 1997 - Fyrsta prufuflug Lockheed Martin F-22 Raptor-orrustuþotunnar fór fram.
- 1999 - Yfir 140 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir Aþenu.
- 1999 - Bandarísku fjölmiðlafyrirtækin Viacom og CBS Corporation tilkynntu fyrirhugaðan samruna.
- 2000 - Eldsneytismótmælin í Bretlandi hófust.
- 2004 - Myndasafnið Wikimedia Commons var stofnað.
- 2008 - Bandaríkjastjórn tók yfir stjórn lánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac.
- 2009 - Noregur og Svíþjóð gerðu með sér samning um sameiginlegan markað fyrir græn vottorð.
- 2010 - Ísrael gerðist aðili að OECD.
- 2011 - Lokomotiv Jaroslavl-slysið: 44 fórust þegar flugvél sem flutti leikmenn íshokkíliðsins Lokomotiv Jaroslavl hrapaði við borgina Jaroslavl.
- 2012 - Stjórn Kanada lét loka sendiráði landsins í Teheran vegna stuðnings Írana við Sýrlandsstjórn, kjarnorkuáætlun og mannréttindabrot.
- 2018 - Vísindamenn ESA og NASA sögðu frá uppgötvun stjörnuþokunnar Bedin 1.
- 1533 - Elísabet 1. Englandsdrottning (d. 1603).
- 1641 - Tokugawa Ietsuna, japanskur herstjóri (d. 1680).
- 1836 - Henry Campbell-Bannerman, breskur stjórnmálamaður (d. 1908).
- 1858 - Þorsteinn Erlingsson, íslenskt skáld (d. 1914).
- 1881 - Elka Björnsdóttir, íslensk verkakona (d. 1924).
- 1910 - Árelíus Níelsson, íslenskur prestur (d. 1992).
- 1919 - Magnús Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1984).
- 1920 - Sigfús Halldórsson, íslenskt tónskáld (d. 1996).
- 1930 - Baldvin Belgíukonungur (d. 1993).
- 1935 - Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður og forseti sameinaðs Alþingis.
- 1936 - Buddy Holly, bandarískur söngvari (d. 1959).
- 1940 - Dario Argento, ítalskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1949 - Gloria Gaynor, bandarísk söngkona.
- 1950 - Julie Kavner, bandarísk leikkona.
- 1959 - Toshihiko Okimune, japanskur knattspyrnumaður.
- 1959 - Alfreð Gíslason, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1964 - João Paulo, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1969 - Diane Farr, bandarísk leikkona.
- 1973 - Elma Lísa Gunnarsdóttir, íslensk leikkona.
- 1999 - Michelle Creber, kanadísk leikkona.
- 1151 - Geoffrey Plantagenet, greifi af Anjou (f. 1113).
- 1312 - Ferdínand 4., konungur Kastilíu (f. 1262).
- 1496 - Ferdínand 2., konungur Napólí (f. 1469).
- 1632 - Susenyos Eþíópíukeisari (f. 1572).
- 1644 - Guido Bentivoglio, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1579).
- 1805 - Arnes Pálsson, útilegumaður og tugthúslimur (f. 1719).
- 1809 - Rama 1., konungur Taílands (f. 1736).
- 1874 - Sigurður Guðmundsson málari (f. 1833).
- 1911 - Hans J. G. Schierbeck, landlæknir (f. 1874).
- 1960 - Tryggvi Magnússon, teiknari (f. 1900).
- 1962 - Karen Blixen, danskur rithöfundur (f. 1885).
- 1985 - George Pólya, ungverskur stærðfræðingur (f. 1887).
- 1997 - Mobutu Sese Seko, einræðisherra í Austur-Kongó (f. 1930).
- 2013 - Marek Špilár, slóvakískur knattspyrnumaður (f. 1975).