Sprengjuflugvél er herflugvél sem ætluð er til loftárása á skotmörk á jörðu niðri, aðallega með því að varpa á þau sprengjum. Langdrægar sprengjuflugvélar eru ætlaðar til langferða til að eyðileggja innviði og aðflutningslínur óvinahers til að skaða hernaðarstarf hans. Þegar stríð er háð samkvæmt kenningunni um algjört stríð eru langdrægar sprengjuflugvélar lykiltæki til að brjóta mótstöðuafl óvinarins á bak aftur. Slíkum loftárásum er þá beitt jafnt á hernaðarleg skotmörk sem og borgaraleg skotmörk sem áætlað er að styrki hernaðarstarf óvinarins. Skammdrægar sprengjuflugvélar eru aftur á móti ætlaðar til þátttöku í orrustum til að varpa sprengjum á óvinaherinn og styðja þannig framrás eða vörn eigin landhers.
Dæmi um langdrægar sprengjuflugvélar eru Avro Lancaster, Heinkel He-111, Junkers Ju 88, B-17 Flying Fortress, B-24 Liberator, B-29 Superfortress, B-36, B-47, B-52 Stratofortress, General Dynamics F-111, Tupolev Tu-16, Tupolev Tu-160, Tupolev Tu-95 og Gotha G.V. Dæmi um skammdrægar sprengjuflugvélar eru Junkers Ju 87, Iljúsín Il-2, A-10 Thunderbolt II og Sukoi Su-25.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.