Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
KFS (Knattspyrnufélagið Framherjar - Smástund) var stofnað 7. september 1997 þegar Íþróttafélagið Framherjar og Knattspyrnufélagið Smástund voru sameinuð. Bæði félögin eru enn til og spila þau sem slík í Íslandsmóti innanhúsknattspyrnu og auk þess eru leikmenn KFS skráðir í annað hvort félagið. Rætur liðanna beggja má rekja allt aftur til ársins 1990.
Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund | |||
Fullt nafn | Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund | ||
Stytt nafn | KFS | ||
---|---|---|---|
Stofnað | 7. september 1997 | ||
Leikvöllur | Helgafellsvöllur | ||
Stærð | |||
Stjórnarformaður | Hjalti Kristjánsson | ||
Knattspyrnustjóri | Hjalti Kristjánsson | ||
Deild | 3. deild | ||
|
Liðin tvö voru stofnuð veturinn 1990. Framherjar var stofnað undir nafninu Amor og keppti undir því nafni til ársins 1993 þegar þurfti að breyta nafninu til að fá inngöngu í ÍSÍ. Liðin kepptu fyrst árið 1991 í utandeildarkeppninni.
Árið 1994 tóku þau svo þátt í 4. deild. Þegar tímabilið 1997-1998 hófst hafði öllum deildunum verið breytt þannig að þær færðust upp um einn tölustaf (fjórða deild varð að þriðju deild). Þetta tímabil var líka sérstakt því það var í fyrsta sinn sem Framherjar og Smástund spiluðu í sama riðli.
ÍBV og KFS hafa alltaf verið í miklu samstarfi og árið 2001 voru gerðir svokallaðir venslasamningar sem gerði þeim kleift að lána leikmenn á milli félaga. Félagið vann 3. deild árið 2002 gegn Fjölni. Næsta ár féll það þó aftur niður í þriðju deild.[1]
Árið 2012 var ákveðið að skipta skyldi 3. deild upp í 3. deild og 4. deild og myndu aðeins tíu efstu liðin það tímabilið verða áfram í deildinni. Önnur lið myndu fara niður í hina nýju 4. deild. KFS endaði í neðri hlutanum og þurfti því að taka sæti í 4. deild.
Sumarið 2014 spiluðu Tryggvi Guðmunds og Sigurvin Ólafsson meðal annara með KFS. Liðið fór taplaust í gegnum riðil sinn í 4. deildinni og komst því í úrslitakeppni um sæti í 3. deild. Þar tapaði liðið gegn Kára frá Akranesi en fór í leik um 3 sætið gegn Þrótti Vogum og vannst sá leikur 3-1. Í nóvember mánuði tilkynnti 3. deildarliðið Grundafjörður að það hyggðist draga sig úr keppni og var KFS því komið í 3. deildina á ný frá og með tímabilinu 2015.
Í dag á KFS aðild að ÍBV héraðssambandi.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.