3. janúar - Herforingjabyltingin í Efri-Volta: Maurice Yaméogo forseta Efri-Volta (nú Búrkína Fasó) var steypt af stóli.
10. janúar - Tashkent-yfirlýsingin um frið milli Indlands og Pakistans var undirrituð.
15. janúar - Herforingjabyltingin í Nígeríu 1966: Abubakar Tafawa Balewa forsætisráðherra var myrtur ásamt fleirum þegar herinn gerði stjórnarbyltingu í Nígeríu.
17. janúar - Simon & Garfunkel sendu frá sér aðra breiðskífu sína, Sounds of Silence, hjá Colombia Records-útgáfufyrirtækinu.
17. janúar - B-52-sprengjuflugvél og Boeing KC-135 Stratotanker birgðaflutningavél rákust á hjá Palomares á Spáni með þeim afleiðingum að þrjár 70 kílótonna vetnissprengjur hröpuðu til jarðar. Engin þeirra sprakk.
22. janúar - Borgarastyrjöldin í Tjad hófst með stofnun uppreisnarhópsins FROLINAT.
24. janúar - Air India flug 101 brotlenti á Mont Blanc. Meðal þeirra sem fórust var kjarneðlisfræðingurinn Homi J. Bhabha.
28. janúar - Sjö ítalskir landsliðsmenn í sundi (Carmen Longo, Luciana Massenzi, Daniela Samuele, Bruno Bianchi, Amedeo Chimisso, Sergio De Gregorio og Chiaffredo Rora) létu lífið þegar flugvél þeirra fórst í flugtaki frá Bremen.
20. febrúar - Íslenska ferjan Gullfoss rakst á sænsku Málmeyjarferjuna M/S Malmöhus í þoku utan við Kaupmannahöfn. Sænska ferjan skemmdist mikið og nokkrir farþegar slösuðust þegar stefni Gullfoss gekk inn í matsal á 1. farrými.
23. febrúar - Valdaránið í Sýrlandi 1966: Ný flokksforysta Ba'ath-flokksins undir stjórn Salah Jadid rændi völdum í Sýrlandi.
28. febrúar - Harold Wilson boðaði kosningar í Bretlandi aðeins tveimur árum eftir síðustu kosningar, þar sem stjórn hans hafði mjög nauman meirihluta eftir aukakosningar árið áður.
Mars
1. mars - Sovéska geimkönnunarfarið Venera 3 hrapaði á yfirborð Venusar og varð þar með fyrsta geimflaugin sem lenti á yfirborði annarrar reikistjörnu.
11. mars - Sukarno undirritaði Supersemar-tilskipunina sem gaf herforingjanum Suharto leyfi til að grípa til allra ráða til að koma á reglu í Indónesíu.
22. mars - Yfir 8.000 fórust þegar jarðskjálfti reið yfir kínversku borgina Xingtai.
27. mars - Indónesíska þingið samþykkti að afnema völd Sukarnos og gera Suharto að hæstráðanda.
28. mars - Cevdet Sunay varð fimmti forseti Tyrklands.
29. mars - Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, Leoníd Brezhnev, krafðist þess að Bandaríkjamenn drægju herlið sitt frá Víetnam.
31. mars - Sovétríkin skutu upp geimfarinu Luna 10 og komu því á sporbaug um tunglið.
7. maí - Bandaríski spretthlauparinn Tommie Smith varð fyrstur til að hlaupa 200 metra á innan við 20 sekúndum og setti þar með met sem stóð í yfir 40 ár.
13. maí - Íslenska ríkið keypti Skaftafell í Öræfum undir þjóðgarð sem var opnaður tveimur árum síðar.
28. maí - Bátalestin It's a Small World var opnuð í Disneylandi.
29. maí - Leikvangurinn Estadio Azteca var opnaður í Mexíkóborg.
Júní
2. júní - Surveyor-áætlunin: Surveyor 1 lenti í Procellarumon-hafi á tunglinu og varð þar með fyrsta geimfarBandaríkjamanna til að lenda heilu og höldnu á öðrum hnetti.
18. júlí - Mannaða geimfarið Gemini 10 var sent á loft og setti hæðarmet (763 km).
18. júlí - Alþjóðadómstóllinn dæmdi Suður-Afríku í hag í máli sem varðaði stjórn Suðvestur-Afríku (nú Namibíu).
23. júlí - Hermenn frá Katanga gerðu uppreisn í nokkrar vikur til stuðnings fyrrum forsætisráðherranum Moise Tshombe.
24. júlí - U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, heimsótti Moskvu.
29. júlí - La Noche de los Bastones Largos: Lögregla herforingjastjórnarinnar í Argentínu hrakti kennara og stúdenta úr háskólum sem þeir höfðu lagt undir sig.
30. ágúst - Tvær trillur sigldu fram á marsvínavöðu sem þær ráku á undan sér upp í landsteinana við Laugarnes í Reykjavík þar sem þrjú þeirra voru drepin.
4. nóvember - Flóðið í Arnó 1966: Áin Arnó flaut yfir bakka sína við Flórens og færði hálfa borgina í kaf eftir miklar rigningar. Flóð urðu einnig í borgunum Grosseto, Feneyjum, Trento, Vicenza, Padúa og Síena.
6. nóvember - Ómannaða geimfarið Lunar Orbiter 2 var sent af stað.
Tveir mannréttindasáttmálar, Alþjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, voru samþykktir af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríski sjónvarpsþátturinn The Yule Log (yfir 2ja klukkustunda löng kvikmynd af viðardrumbi sem brennur í arni) var fyrst sendur út á sjónvarpsstöðinni WPIX.
Ómannaða geimfarið Luna 13 náði að lenda mjúklega á tunglinu.
26. desember - Kwanzaa var fagnað í fyrsta sinn af Maulana Karenga.