14. apríl er 104. dagur ársins (105. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 261 dagur er eftir af árinu.
- 69 - Fyrsti bardaginn við Bedriacum: Vitellius sigraði heri Othos sem framdi sjálfsvíg.
- 193 - Septimius Severus var hylltur af mönnum sínum sem keisari Rómar.
- 1028 - Hinrik 3. varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1191 - Selestínus 3. páfi tók við eftir lát Klemens 3.
- 1205 - Orrustan um Adríanópel milli Búlgara og hers Latverska keisaradæmisins í Konstantínópel.
- 1695 - Hafís barst inn á Faxaflóa í fyrsta sinn síðan 1615. Ísinn barst suður með Austurlandi og svo vestur með Suðurlandi og fyrir Reykjanes.
- 1790 - Ólafur Stefánsson var skipaður stiftamtmaður, fyrstur Íslendinga.
- 1814 - Napóleon Bónaparte sagði af sér keisaratign eftir ósigur í Sjötta bandalagsstríðinu.
- 1849 - Ungverjar hófu uppreisn og lýstu yfir sjálfstæði frá Austurríki.
- 1912 - Farþegaskipið RMS Titanic sigldi á borgarísjaka rétt fyrir miðnætti.
- 1927 - fyrsti Volvo-bíllinn var framleiddur í Gautaborg.
- 1931 - Þingrofsmálið: Alþingi var rofið og boðað til nýrra þingkosninga. Þingrofið var mjög umdeilt.
- 1935 - Frakkar, Bretar og Ítalir gerðu með sér Stresasamkomulagið
- 1962 - Handritastofnun Íslands sem síðar fékk nafnið Árnastofnun var stofnuð með sérstökum lögum þegar hillti undir lausn Handritamálsins.
- 1963 - Hrímfaxi, flugvél Flugfélags Íslands, fórst við Osló og fórust tólf manns, flest Íslendingar.
- 1975 - Söngleikurinn Chorus Line var frumsýndur á Shakespearehátíð í New York-borg.
- 1980 - Fyrsta hljómplata Iron Maiden, Iron Maiden, kom út í Bretlandi.
- 1983 - Ólafsvík fékk kaupstaðarréttindi.
- 1984 - Friðarpáskar voru settir í Reykjavík.
- 1985 - Alan García var kjörinn forseti Perú.
- 1986 - Allt að 1 kílóa þung högl féllu í Bangladess með þeim afleiðingum að 92 létust.
- 1986 - Fyrsti matsölustaður Hlöllabáta var opnaður í Reykjavík.
- 1987 - Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli var vígð.
- 1989 - Game Boy kom fyrst á markað í Japan.
- 1990 - Bandaríski verðbréfasalinn Michael Milken játaði sig sekan um fjársvik.
- 1991 - Þjófar stálu 20 verkum úr Van Gogh-safninu í Amsterdam. Myndirnar fundust innan við klukkutíma síðar í yfirgefnum bíl í nágrenninu.
- 1992 - Ráðhús Reykjavíkur var tekið í notkun. Bygging þess kostaði á fjórða milljarð króna.
- 1997 - 343 fórust í eldi í tjaldbúðum pílagríma í nágrenni Mekka.
- 1999 - Kosóvóstríðið: Flugvélar NATO réðust á bílalest með albönskum flóttamönnum fyrir mistök og drápu 79 flóttamenn.
- 2003 - Kortlagningu gengamengis mannsins í Human Genome Project lauk.
- 2007 - 42 létust í hryðjuverkaárás í Karbala í Írak.
- 2008 - Bandalag hægriflokka undir forystu Silvio Berlusconi vann sigur í þingkosningum á Ítalíu.
- 2010 - Eldgos hófst í Eyjafjallajökli. Eldfjallaaskan sem dreifðist yfir Evrópu olli miklum truflunum á flugumferð í álfunni.
- 2013 - Nicolás Maduro var kjörinn forseti Venesúela.
- 2014 - 276 stúlkum var rænt úr skóla í Chibok í Nígeríu.
- 2014 - 75 létust þegar bílsprengja sprakk í höfuðborg Nígeríu, Abuja.
- 2018 - Borgarastyrjöldin í Sýrlandi: Bandaríkin, Bretland og Frakkland fyrirskipuðu loftárásir á herstöðvar Sýrlandshers vegna saríngasárásanna.
- 2020 – Donald Trump lýsti því yfir að Bandaríkin myndu stöðva fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
- 1527 - Abraham Ortelius, flæmskur kortagerðarmaður og landfræðingur (d. 1598).
- 1578 - Filippus 3. Spánarkonungur (d. 1621).
- 1629 - Christiaan Huygens, hollenskur stærðfræðingur (d. 1695).
- 1738 - William Cavendish-Bentinck, hertogi af Portland, breskur stjórnmálamaður (d. 1809).
- 1862 - Pjotr Stolypin, forsætisráðherra Rússlands (d. 1911).
- 1882 - Moritz Schlick, þýskur heimspekingur (d. 1936).
- 1889 - Sigríður Zoëga, íslenskur ljósmyndari (d. 1968).
- 1906 - Faisal bin Abdul Aziz al-Sád, konungur Sádi-Arabíu (d. 1975).
- 1920 - Ólöf Pálsdóttir, íslenskur myndhöggvari (d. 2018).
- 1921 - Thomas Schelling, bandarískur hagfræðingur (d. 2016).
- 1907 - François Duvalier (Papa Doc), forseti Haítís (d. 1971).
- 1912 - Arne Brustad, norskur knattspyrnumaður (d. 1987).
- 1924 - Mary Warnock, breskur heimspekingur (d. 2019).
- 1931 - Haraldur Bessason, íslenskur fræðimaður og háskólakennari (d. 2009).
- 1934 - Fredric Jameson, bandarískur bókmenntafræðingur.
- 1950 - Mitsuru Komaeda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1957 - Haruhisa Hasegawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1957 - Masaru Uchiyama, japanskur knattspyrnumaður.
- 1960 - Brad Garrett, bandarískur leikari.
- 1961 - Robert Carlyle, skoskur leikari.
- 1961 - Yuji Sugano, japanskur knattspyrnumaður.
- 1961 - Daniel Clowes, bandarískur myndasöguhöfundur.
- 1968 - Heimir Eyvindarson, íslenskur hljómborðsleikari.
- 1969 - Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1970 - Emre Altuğ, tyrkneskur söngvari.
- 1973 - Adrien Brody, bandariskur leikari.
- 1977 - Sarah Michelle Gellar, bandarisk leikkona.
- 1983 - James McFadden, skoskur knattspyrnumaður.
- 1996 - Abigail Breslin, bandarisk leikkona.
- 911 - Sergíus 3. páfi.
- 1578 - Kristín Gottskálksdóttir, íslensk húsfreyja.
- 1620 - Gísli Guðbrandsson, íslenskur skólameistari.
- 1647 - Vigfús Gíslason, íslenskur skólameistari (f. 1608).
- 1711 - Loðvík, le Grand Dauphin, sonur Loðvíks 14. Frakkakonungs (f. 1661).
- 1759 - Georg Friedrich Händel, þýskt tónskáld (f. 1685).
- 1872 - Ólafur Stephensen, íslenskur lögfræðingur (f. 1791).
- 1963 - Anna Borg, íslensk leikkona (f. 1903).
- 1964 - Rachel Carson, bandarískur dýrafræðingur (f. 1907).
- 1986 - Simone de Beauvoir, franskur rithöfundur (f. 1908).
- 1998 - Björn Sv. Björnsson, íslenskur SS-maður (f. 1909).
- 2004 - Haraldur Blöndal, hæstaréttarlögmaður (f. 1946).
- 2015 - Percy Sledge, bandarískur tónlistarmaður (f. 1940).