From Wikipedia, the free encyclopedia
Hafís er samheiti yfir ís sem flýtur á hafinu. Af honum eru tvær megintegundir, rekís og lagnaðarís. Rekís er sá ís sem rekur utan af hafi og leggst stundum upp að landi, einkum þegar kalt er í ári. Að ströndum Íslands kemur hann einkum úr norðvestri, frá íshafinu við Grænland. Lagnaðarís verður hins vegar til uppi í landsteinum, og hér við land frekar sjaldan nema á allra köldustu vetrum, enda frýs saltvatn ekki fyrr en við töluvert lágt hitastig. Það er kallað að sjó leggi þegar yfirborð hans frýs.
Hafís hefur löngum verið óvinsæll á Íslandi. Honum fylgir kalt loft og stundum fylgja honum ísbirnir. Auk þess getur hann verið hættulegur skipum eða beinlínis gert siglingaleiðir ófærar.
Siglingar á norðurslóðum gerbreyttust á 20. öld, þegar menn fóru að smíða ísbrjóta, skip sem eru nógu sterkbyggð og kraftmikil til að geta plægt í gegn um ísbreiðu og þannig rutt leiðina fyrir önnur skip.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.