9. apríl - Eftir dauða Gregoríusar páfa XI kom til óeirða í Róm þar sem þess var krafist að Rómverji yrði kosinn páfi til að tryggja að páfastóll yrði um kyrrt í borginni en Gregoríus hafði flutt sig þangað frá Avignon ári fyrr. Bartolomeo Prignano, erkibiskup í Bari (Ítali en þó ekki Rómverji), var kjörinn páfi sem Úrban VI.
20. apríl - Frönsku kardínálarnir ásamt fleirum sem voru óánægðir með kjör Úrbans VI og afstöðu hans kusu Klement VII sem mótpáfa. Hann settist að í Avignon og kaþólska kirkjan var klofin næstu áratugina.