Þallarætt
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Þallarætt eða furuætt (fræðiheiti: Pinaceae) eru tré eða runnar, þar á meðal mörg þekkt og efnahagslega mikilvæg barrtré, svo sem sedrus, furur, þallir, lerki, greni og þinir. Ættin er talin til ættbálksins Pinales, áður þekktur sem Coniferales. Pinaceae eru studd sem monophyletic af próteingerð "sieve cell" plastíða, munstur "proembryogeny", og skorti á bíoflavóníðum. Þau eru stærsta núlifandi barrtrjáaættin í tegundafjölda, með á milli 220 og 250 tegundir (fer eftir grasafræðilegu áliti) í 11 ættkvíslum,[1] og næst stærst (á eftir Cupressaceae) í útbreiðslu, finnast á mestöllu norðurhveli, með meginhluta tegundanna í tempruðu loftslagi, en eru frá tempruðu heimskautaloftslagi til hitabeltis. Ættin myndar oft ríkjandi hluta strand-, fjalla- og barr-skóga. Ein tegund, Pinus merkusii, vex rétt suður af miðbaugi í suðaustur Asíu.[2] Miðpunktar tegundafjölbreitni eru í fjöllum suðvestur Kína, Mexíkó, mið Japan, og Kalifornía.
Þallarætt | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Larix (gullið), Abies (miðja fyrir framan) and Pinus (hægri fyrir framan) | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Ættkvíslir (fj. tegunda) | ||||||||||||||
Subfamily Pinoideae
Subfamily Piceoideae
Subfamily Laricoideae
Subfamily Abietoideae
| ||||||||||||||
Meðlimir ættarinnar Pinaceae eru tré (sjaldan runnar) frá 2 til 100 metra há, oftast sígræn (nema lauffellandi Larix og Pseudolarix), kvoðukennd, "monoecious", með næstum gagnstæðum eða kransstæðum greinum, og spíralstætt, nálarlaga barr.[1] Kím Pinaceae eru með 3 til 24 kímblöð.
Kvenkyns blómin eru yfirleitt stór og trékennd, 2 til 60 sm löng, með fjölda spíralstæðra köngulblöðkur, og tvö vængjuð fræ á hverri köngulblöðku. Karblómin eru smá, 0.5 til 6.0 sm löng, og falla fljótlega eftir frjófall; frjódreifing er með vindi. Frædreifing er mestmegnis með vindi, en sumar tegundir hafa stór fræ með lítt vöxnum vængi, og er dreift með fuglum. Greining á Pinaceae könglum sýnir hvernig valþrýstingur hefur formað þróun breytilegrar köngulstærðar og virkni í ættinni. Breytileiki á köngulstærð í ættinni hefur líklega komið vegna breytilegra frædreifinamöguleika í umhverfi þeirra í gegn um tímann. Allar Pinaceae með fræ sem vigta minna en 90 mg virðast vera aðlöguð að vinddreifingu. Furur með fræ þyngri en 100 mg eru líklegri til að hafa hagnast af dreifingu með dýrum, sérstaklega fuglum.[3] Pinaceae þar sem (trjá)íkornar eru algengir virðast ekki hafa þróað eiginleika fyrir dreifingu með fuglum.
Barrskógatré eru með margvíslega aðlögun að vetri. Mjókeilulaga króna norðlægra barrtrjáa, og niðursvigðar greinar hjálpa þeim að hrista af sér snó, og margar breyta efnainnihaldi sínu til að auka frostþol sitt, kallað "herðing".
Flokkun á undirættum og ættkvíslum Pinaceae hefur verið umdeild. Vistfræði, formgerð og saga Pinaceae hhefur allt verið notað sem grunnur fyrir aðferðarfræði greiningar á ættinni. Grein gefin út 1891 skifti ættinni í tvær undirættir, með því að nota fjölda og stöðu kvoðurása í aðalæðum unga stólparóta sem aðalviðmið. Í grein 1910 var ættinni skipt í tvær undirættir, byggt á tíðni og tegund langs-stutts sprota "dimorphism". Nýlegri flokkun skiptir í undirættir og ættkvíslir eftir byggingu köngla meðal núverandi og útdauðra (steingervinga) meðlima ættarinnar. Að neðan er sýnt hvernig formgerð hefur verið notuð til að flokka Pinaceae. Hinar 11 ættkvíslir eru hópaðar saman í fjórar undirættir, byggt á formgerð köngla, fræja og blaða:[4]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.