Fjölær viðarkennd planta með ílangan stofn og greinar From Wikipedia, the free encyclopedia
Tré [1] eru stórar fjölærar trjáplöntur. Tré eru yfirleitt með einn áberandi stofn sem ber greinarnar og þar með laufskrúðið hátt uppi. Munur á trjám og runnum liggur ekki alltaf í augum uppi, en stundum er miðað við að tré séu jurtir sem geta orðið minnst sex metra háar fullvaxnar. Sum tré eru langlíf og geta einstakar tegundir orðið mörg þúsund ára gömul og náð yfir 100 metra hæð.
Nokkur tré sem vaxa saman í klasa eru nefnd lundur og svæði sem vaxið er trjám er kallað skógur.
Tré er að finna í nokkrum flokkum jurta sem hafa þróað með sér stofn: lauftré eru tré af fylkingu dulfrævinga og barrtré eru tré af fylkingu berfrævinga. Að auki mynda sumar jurtir trjástofn með laufinu: pálmatré, köngulpálmar og trjáburknar. Flest tré tilheyra um fimmtíu ættum jurta.
Tré utan hitabeltis fara í vetrardvala; hætta að vaxa og mynda brum sem mynda síðar laufblöð/barr. Þau flytja næringarefni úr laufum í rætur og hætta að sjúga vatn upp úr jarðveginum. Einnig mynda þau af sykrur og prótín sem gera frumuvökvann að einskonar frostlegi. Sígræn tré verja bæði sprota og nálar á þennan hátt en sumargræn tré losa sig við laufblöðin og þurfa því bara að verja sprotana. [2]
Tré nærast á á kolvetnissamböndum, en einnig fitum og próteinum. Trén framleiða þessi efni sjálf í laufblöðum sínum úr koltvísýringi. Önnur efni sem nauðsynleg eru í þessa framleiðslu svo sem nitursambönd, fosfat og kalí. Þau og önnur snefilefni koma úr jarðvegi.[3]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.