Kalín, eða kalíum (latína: kalium úr arabísku: القَلْيَه al-qalyah „jurtaaska“, orðið alkalí er af sömu rót) er frumefni með efnatáknið K og er númer nítján í lotukerfinu. Þetta er mjúkur, silfurhvítur, málmkenndur alkalímálmur sem í náttúrunni finnst aðeins sem jónískt salt, bundinn öðrum frumefnum í sjó og mörgum steinefnum.
Natrín | |||||||||||||||||||||||||
Kalín | Kalsín | ||||||||||||||||||||||||
Rúbidín | |||||||||||||||||||||||||
|
Kalín er nauðsynlegt virkni frumna í öllum lífverum og finnst því í vefjum bæði dýra og jurta, sérstaklega í jurtafrumum þar sem mestur þéttleiki kalíns er í ávöxtum. Kalín oxast fljótt í lofti, er mjög hvarfgjarnt, sérstaklega í snertingu við vatn, og líkist natríni efnafræðilega.
Almenn einkenni
Kalín er eðlisléttara en vatn og annar léttasti málmurinn, á eftir litíni. Það er mjúkt, fast efni sem auðveldlega má skera með hníf og er silfrað á litinn þegar yfirborðið er tært. Það oxast hratt þegar það kemst í snertingu við loft og verður því að geyma það í jarð- eða steinolíu.
Líkt og aðrir alkalímálmar hvarfast kalín af miklum krafti við vatn og myndar þá vetni. Ef því er dýft í vatn getur kviknað í því sjálfkrafa. Sölt þess gefa frá sér fjólubláan lit ef þau eru sett í eld.
Notkun
- Kalínoxíð er aðallega notað í áburð.
- Kalínhýdroxíð er mikilvægt iðnaðarefni, notað sem sterkur lútur.
- Saltpétur (KNO3) er notaður í byssupúður.
- Kalínkarbónat (K2CO3), einnig þekkt sem pottaska, er notað í framleiðslu á gleri.
- Gler, sem meðhöndlað er með kalíni í vökvaformi, er mun sterkara en venjulegt gler.
- NaK, málmblanda natríns og kalíns, er notað sem varmaleiðandi efni.
- Kalín er nauðsynlegt vexti jurta og finnst í flestum tegundum jarðvegs.
- Í frumum dýra eru kalínjónir nauðsynlegar til að halda frumunum á lífi (sjá kalínjónadæla).
- Kalínklóríð er notað sem staðgengill matarsalts og einnig til að stöðva hjartað, eins og til dæmis í hjartaskurðlækningum eða í aftökum með banvænum lyfjaskammti.
- Ofuroxíðið KO2 er notað sem færanleg uppspretta súrefnis og sem koltvíoxíðgleypir. Það er nytsamlegt í færanlegum öndunartækjum.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.