From Wikipedia, the free encyclopedia
Vindmylla er mylla sem er knúin áfram af vindinum með blöðum sem fest eru á snúningsás. Vindmyllur hafa verið notaðar til að mala korn og dæla vatni frá miðöldum fram á okkar daga. Nú til dags er algengt að nota vind til framleiðslu rafmagns með vindrafölum.
Um tíma voru tvær vindmyllur í Reykjavík. [1] Önnur þeirra var Hollenska myllan. Vindmylla stendur ennþá í eynni Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Tvær vindmyllur sem búa til raforku voru reistar árið 2013 upp af Búrfelli í Þjórsárdal. Það er tilraunaverkefni Landsvirkjunar. [2] Vindmyllur eru einnig tvær í Þykkvabæ og ein í Leirársveit. [3]
Áform eru uppi að reisa vindmyllugarð í Dalabyggð[4].
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.