From Wikipedia, the free encyclopedia
Vatnsfirðingar voru ein helsta valdaætt landsins á 12. öld, en þegar kom fram á Sturlungaöld hafði veldi þeirra hnignað þótt þeir séu stundum taldir sjötta valdaættin (hinar voru Sturlungar, Ásbirningar, Haukdælir, Oddaverjar og Svínfellingar). Ættin er kennd við Vatnsfjörð við Ísafjarðardjúp, þar sem hún hafði búið frá landnámsöld.
Helstu höfðingjar ættarinnar voru Snorri Þórðarson (d. 1. október 1194) og sonur hans Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur (d. 6. ágúst 1228). Frá honum segir í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar, en Þorvaldur drap Hrafn árið 1213. Synir Hrafns brenndu Þorvald inni á Gillastöðum í Króksfirði 1228 og nutu við það liðsinnis Sturlu Sighvatssonar. Ungir synir Þorvaldar, Þórður og Snorri, reyndu að hefna föður sins í Sauðafellsför en Sturla náði þeim síðar og felldi þá 8. mars 1232.[1] Þar með má segja að veldi Vatnsfirðinga hafi lokið.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.