From Wikipedia, the free encyclopedia
Geislasópur, (fræðiheiti: Spartium junceum)[2], er runni af ertublómaætt. Hann er eina tegundin í ættkvíslinni spartium,[3][4][5] en er náskyld öðrum sópum í ættkvíslunum Cytisus og Genista. Fræðiheitið junceum þýðir "sef-líkt" (Juncus), og vísar til sprotanna, sem hafa viss líkindi við stráin á sefi (Juncus).[6]
Spartium junceum | ||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||
Spartium junceum L. | ||||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||||
|
Geislasópurinn er ættaður frá svæðum í kring um Miðjarðarhaf; suður-Evrópu, suðvestur-Asíu og norðvestur-Afríku,[7] þar sem hann vex á björtum stöðum, yfirleitt í þurrum, sendnum jarðvegi.
Hann er kröftugur lauffellandi runni sem verður um 2 til 4 m hár, sjaldan 5 metrar, með megingreinar að 5 sm þykkar, sjaldan 10 sm. Hann er með gilda, grágræna sprota með gisin lauf; 1 til 3 sm long og að 4 mm breið. Blöðin falla fljótt af.[8] Síðla vors og snemm sumars eru plönturnar þaktar sterkgulum ilmandi blómum.
Geislasópur hefur verið fluttur til margra svæða, og er talinn skaðleg ágeng tegund á svæðum með miðjarðarhafsloftslagi svo sem Kaliforníu og Oregon, Havaí, mið-Chile, suðaustur-Ástralíu, Vesturhöfða í Suður-Afríku og Kanaríeyjum og Azoreyjum.[7][9] Hann var fyrst fluttur til Kaliforníu sem skrautplanta.[9][10]
Geislasópur er notaður sem skrautplanta í görðum og landslags hönnun. Hún hefur fengið Royal Horticultural Societys Award of Garden Merit.[11]
Í Bólivíu og Perú er hann þekktur sem retama[7] og er orðinn mjög útbreiddur á sumum svæðum. Hann er ein af algengustu skrautplönum þar og sést oft til dæmis við gangbrautir í La Paz.
Plantan er einnig notuð sem bragðefni og sem ilmolía.[7][12] Trefjar hans hafa verið notaðar í föt og einnig nýtist hann í jurtalitun (gult).[12][13]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.