Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Saarbrücken (franska Sarrebruck, rínarfranska Saarbrigge, lúxemborgska Saarbrécken, latína Saravipons) er langstærsta borgin í þýska sambandslandinu Saarland, með 180 þúsund íbúa (2019) og er jafnframt höfuðborg þess.
Saarbrücken | |
---|---|
Sambandsland | Saarland |
Flatarmál | |
• Samtals | 167,07 km2 |
Hæð yfir sjávarmáli | 230 m |
Mannfjöldi | |
• Samtals | 180.000 (2.019) |
• Þéttleiki | 1.061/km2 |
Vefsíða | www.saarbruecken.de |
Saarbrücken liggur við ána Saar syðst í sambandslandinu, aðeins steinsnar frá landamærum Frakklands. Næstu borgir eru Kaiserslautern til norðausturs (60 km), Lúxemborg til norðvesturs (60 km), Metz í Frakklandi til vesturs (50 km) og Strassborg í Frakklandi til suðausturs (80 km).
Skjaldarmerki borgarinnar er þríþætt og eru þeir frá þeim þremur bæjum og borgum sem sameinuðust 1909 til að mynda stórborgina Saarbrücken. Neðst er hvítt ljón á bláum grunni og er það frá hinni gömlu Saarbrücken. Efst til vinstri er rauð rós á hvítum grunni og er það frá St. Johann. Efst til hægri eru tveir svartir hamrar ásamt svartri töng og er það frá Malstatt-Burbach. Merkið þetta var tekið upp við samrunann 1909.
Upphaflegt heiti borgarinnar er Sarabrucca. Sara er áin Saar. Briga merkir hér annað hvort klettur eða mýrlendi (Bruch á þýsku). Heitið hefur ekkert með brú (Brücke) að gera.
Saarbrücken viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:
|
Fyrirmynd greinarinnar var „Saarbrücken“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2010.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.