From Wikipedia, the free encyclopedia
Rosmhvalaneshreppur var hreppur á utanverðum Reykjanesskaga í Gullbringusýslu. Rosmhvalur er annað orð yfir rostung.[1]
Til forna náði Rosmhvalaneshreppur yfir allt Miðnes (sem þá hét Rosmhvalanes) og inn að Vogastapa. Mörkum hreppsins var fyrst breytt 24. apríl 1596 þegar Njarðvíkurbæirnir voru settir undir Vatnsleysustrandarhrepp. Árið 1886 var hreppnum skipt í tvennt eftir Miðnesinu endilöngu. Innri helmingurinn hélt nafninu áfram en sá ytri fékk nafnið Miðneshreppur.
15. júní 1908 var því sem eftir var af Rosmhvalaneshreppi aftur skipt í tvo hluta. Meginhlutinn varð þá að Gerðahreppi en suðurendinn með kauptúninu í Keflavík sameinaðist Njarðvíkurhreppi undir nafninu Keflavíkurhreppur.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.