Gullbringusýsla
From Wikipedia, the free encyclopedia
Gullbringusýsla var ein af sýslum Íslands. Hún náði yfir Suðurnes, Álftanes og Seltjarnarnes að Elliðaám. Hún var hluti af Kjalarnesþingi. Sýslur eru ekki lengur opinberlega í gildi sem stjórnsýslueining eftir lagabreytingu árið 1989, en þó er í daglegu tali oft talað um sýslur.

Gullbringusýslu er fyrst getið árið 1535. Þann 19. mars 1754 voru hún og Kjósarsýsla sameinaðar og Gullbringu- og Kjósarsýsla búin til.
1903 voru búin til tvö sýslufélög undir einum sýslumanni í Hafnarfirði og mörkin milli þeirra færð að mörkum Garðabæjar og Álftaness.
1974 varð bæjarfógetinn í Keflavík sýslumaður Gullbringusýslu sem þá náði að Hafnarfirði. Sýslumaður í Kjósarsýslu var bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.