From Wikipedia, the free encyclopedia
Hvítfura (fræðiheiti Pinus monticola[2][3]) er furutegund ættuð frá fjöllum vestur Bandaríkjanna og Kanada, sérstaklega í Sierra Nevada, Fossafjöllum, Kyrrahafsstrandfjöllum, og norðurhluta Klettafjalla. Tegundin vex að sjávarmáli víða, sérstaklega í Oregon- og Washington-fylkjum. Hún er fylkistré Idaho, og er stundum kölluð Idaho pine.[4]
Hvítfura | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hvítfura (fyrir miðju) | ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus monticola Douglas ex D. Don | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Strobus monticola (Douglas ex D. Don) Rydb. |
Hvítfura (Pinus monticola) er stórt tré, og verður oft 30 til 50 m há og einstöku sinnum að 70 m há. Barrnálarnar eru fimm saman í búnti, með skammlífu slíðri. Þær eru fínsagtenntar, og 5 til 13 sm langar. Könglarnir eru langir og grannir, 12 til 32 sm langir og 3 til 4 sm breiðir (lokaðir), og opnir 5 til 8 sm breiðir; köngulskeljarnar eru grannar og sveigjanlegar. Fræin eru smá, 4 til 7 mm löng með löngum grönnum væng 15 til 22 mm löngum.
Hún er skyld sandfuru (Pinus strobus), en með lengri köngla, lítið eitt langlífari barrnálar (2–3 ár, á móti 1,5–2 árum) með meira áberandi loftaugarákum, og nokkuð þéttara og mjórra vaxtarlagi. Greinarnar eru í reglulegum hvirfingum, ein hvirfing á ári; þetta er áberandi á grönnum trjám sem vaxa þétt saman, á meðan tré sem vaxa stök eru með rúnnaðra form með löngum greinum. Hún er víða ræktuð til skrauts, en hefur verið mikið höggin á útbreiðslusvæðinu áður fyrr.
Hvítfura (Pinus monticola) hefur orðið fyrir miklum afföllum vegna ryðsveppsins Cronartium ribicola, sem var óvart fluttur inn frá Evrópu 1909. Skógrækt Bandaríkjanna (United States Forest Service) telur að 90% hvítfuru hafi verið drepin af ryðsveppnum vestur af Fossafjöllum. Stór svæði hafa lagst undir aðrar furur eða aðrar trjátegundir. Sveppurinn hefur einnig drepið mikið af klettafuru utan Kalíforníu. Sveppurinn er ekki eins mikið vandamál í Kaliforníu og hefur mikið af báðum furutegundunum sloppið vel þar.
Þol gegn ryðsveppnum erfist og vegna breytileika hvítfuru eru stöku tré tiltölulega ósködduð af sjúkdómnum. Bandaríska skógræktin er með verkefni um að finna og rækta upp hvítfuru og sykurfuru með þessu þoli. Smáplöntunum hefur svo verið plantað aftur í náttúrunni.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.