Luis Arce

Forseti Bólivíu From Wikipedia, the free encyclopedia

Luis Arce

Luis Alberto „Lucho“ Arce Catacora (f. 28. september 1963) er bólivískur stjórnmálamaður og núverandi forseti Bólivíu. Hann var fjármálaráðherra Bólivíu á stjórnartíð Evo Morales forseta.[1] Hann var frambjóðandi Sósíalistahreyfingarinnar (MAS-IPSP) í forsetakosningum ársins 2020.[2] Samkvæmt útgönguspám lenti hann í fyrsta sæti í fyrri umferð kosninganna, sem fóru fram þann 19. október, með 52,4% atkvæða og nógu rúmt forskot á keppinauta sína til að sleppa við að kallað yrði til annarrar umferðar.[2]

Staðreyndir strax Forseti Bólivíu, Varaforseti ...
Luis Arce
Thumb
Arce árið 2020.
Forseti Bólivíu
Núverandi
Tók við embætti
8. nóvember 2020
VaraforsetiDavid Choquehuanca
ForveriJeanine Áñez
Fjármálaráðherra Bólivíu
Í embætti
23. janúar 2006  24. júní 2017
ForsetiEvo Morales
ForveriWaldo Gutiérrez Iriarte
EftirmaðurMario Guillén
Í embætti
23. janúar 2019  10. nóvember 2019
ForsetiEvo Morales
ForveriMario Guillén
EftirmaðurJosé Luis Parada
Persónulegar upplýsingar
Fæddur28. september 1963 (1963-09-28) (61 árs)
La Paz, Bólivíu
ÞjóðerniBólivískur
StjórnmálaflokkurSósíalistahreyfingin
MakiJessica Graciela Mosqueira Martínez Lourdes Brigida Durán Romero
Börn3
HáskóliÆðri háskólinn í San Andrés
Warwick-háskóli
UndirskriftThumb
Loka

Fjármálaráðherra

Arce var útnefndur í ráðherraembætti árið 2006. Hann stóð fyrir þjóðnýtingu bólivískra kolvetnis-, fjarskipta- og námufélaga og fyrir stofnun Suðurbankans.[1] Á ráðherratíð hanns jókst verg landsframleiðsla um 344% og tíðni fátæktar lækkaði úr 38% í 15%.[3][4]

Árið 2011 mat bandaríska hagfræðitímaritið American Economy Magazine Arce sem áttunda besta fjármálaráðherra heimshlutans af 18.[5] Í aðdraganda forsetakosninga ársins 2014 benti The Wall Street Journal á Arce sem eitt helsta trompið í baráttu Morales fyrir endurkjöri á forsetastól.[6]

Forseti Bólivíu (2020–)

Forsetakosningarnar 2020

Eftir að Evo Morales sagði af sér og yfirgaf Bólivíu í kjölfar umdeildra kosninga í nóvember 2019 kallaði starfandi forsetinn Jeanine Áñez til nýrra forsetakosninga. Þann 19. janúar 2020 lýsti Morales því yfir eftir samningaviðræður í Argentínu að Luis Arce og fyrrum utanríkisráðherrann David Choquehuanca yrðu frambjóðendur Sósíalistahreyfingarinnar (MAS) til forseta og varaforseta í kosningunum.

Andstæðingar Arce útmáluðu hann sem strengjabrúðu Morales en þessu höfnuðu hann og flokkur hans. Einn af leiðtogum MAS, David Apaza, reyndi að greina á milli Morales og kosningaherferðar Arce og lagði áherslu á að Morales myndi ekki skipta sér af mögulegri ríkisstjórn Arce.[7]

Flestar skoðanakannanir bentu til þess að Arce hefði nógu afgerandi forskot á keppinauta sína til að vinna kosningarnar án þess að kalla þyrfti til annarrar umferðar. Á kosninganótt höfðu frambjóðendur hægriflokkanna að nokkru leyti sameinast að baki fyrrum forsetanum Carlos Mesa og sumir aðrir frambjóðendur, þar á meðal Áñez, höfðu dregið framboð sín til baka til að forðast að kljúfa atkvæðahópinn. Útgönguspár sem könnunarfyrirtækið Ciesmori birti morguninn 19. október bentu þó til þess að Arce hefði hlotið 52,4% atkvæðanna, sem nægði til að sleppa við aðra kosningaumferð.[8] Arce og flokkur hans lýstu yfir sigri, sem Áñez staðfesti á Twitter-síðu sinni stuttu síðar.[9] Carlos Mesa, sem lenti í öðru sæti, viðurkenndi ósigur á blaðamannafundi og sagði að fyrstu tölurnar sýndu fram á „sterkan og skýran“ sigur Arce.[10] Arce tók við embætti forseta þann 8. nóvember 2020.

Valdaránstilraun hersins 2024

Þann 26. júní árið 2024 gerði hópur bólivískra hermanna undir forystu herforingjans Juan José Zúñiga tilraun til að steypa stjórn Arce af stóli. Hermenn og brynvarin farartæki brutu sér leið að forsetahöllinni í La Paz og Zúñiga gerði kröfu um að ný stjórn tæki við.[11] Arce krafðist þess að herinn léti af aðgerðunum og virti lýðræðið. Í sjónvarpsávarpi sem hann hélt um kvöldið hvatti hann almenning til að rísa upp gegn hernum til að vernda lýðræði í landinu. Fyrrum forsetar Bólivíu og helstu stéttarfélög landsins mótmæltu valdaránstilrauninni og boðuðu til allsherjarverkfalls til stuðnings stjórnvöldum. Í öðru ávarpi um kvöldið tilkynnti Arce að öllum helstu stjórnendum hersins hefði verið vikið úr embætti.[12]

Um kvöldið höfðu hermennirnir dregið liðsafla sinn frá forsetahöllinni og valdaránið var talið hafa misheppnast.[13]

Fræðastörf

Arce er með mastersgráðu í hagfræðivísindum frá Warwick-háskóla í Bretlandi, þar sem hann bjó frá 1996 til 1997. Árið 1991 útskrifaðist hann með BA-gráðu í hagfræði frá Æðri háskólanum í San Andrés. Hann útskrifaðist einnig sem endurskoðandi frá Bankafræðastofnuninni (Instituto de Educación Bancaria) árið 1984 og talar ensku, spænsku og portúgölsku.[14]

Arce hefur verið boðið að tala við ýmsa háttvirta háskóla víðs vegar um heim, meðal annars Harvard-háskóla, Columbia-háskóla, Ameríska háskólann og Pittsburgh-háskóla.[15]

Arce hefur birt fjölda bóka og greina um hagfræði, meðal annars „Bólivíska hagfræðilega samfélagslega framleiðslukerfið“ (2015), „Óvissa og dollaravæðing í Bólivíu“,[16] „Er gangverk gjaldeyrismarkaðar seðlabankans viðeigandi?“, „Stutt mat á bólivísku gengisstjórninni“, „Framlag til rökræðunnar um dollaravæðinguna“, „Eftirspurn eftir peningum í Bólivíu“ og „Fjárhagsleg frjálslyndisvæðing og samþjöppun í bankakerfinu“.[17]

Einkahagir

Arce á þrjú börn: Luis Marcelo, Rafael Ernesto og Camilu Danielu.

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.