Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins From Wikipedia, the free encyclopedia
Jean-Claude Juncker (f. 9. desember 1954) er stjórnmálamaður frá Lúxemborg sem er fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Frá 1995 til 2013 var hann forsætisráðherra Lúxemborgar og frá 1989 til 2009 var hann jafnframt fjármálaráðherra landsins.
Jean-Claude Juncker | |
---|---|
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins | |
Í embætti 10. nóvember 2014 – 30. nóvember 2019 | |
Varaforseti | Frans Timmermans |
Forveri | José Manuel Barroso |
Eftirmaður | Ursula von der Leyen |
Forsætisráðherra Lúxemborgar | |
Í embætti 20. janúar 1995 – 4. desember 2013 | |
Þjóðhöfðingi | Jóhann Hinrik |
Forveri | Jacques Santer |
Eftirmaður | Xavier Bettel |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 9. desember 1954 Redange, Lúxemborg |
Þjóðerni | Lúxemborgskur |
Stjórnmálaflokkur | Chrëschtlech Sozial Vollekspartei Evrópski þjóðarflokkurinn |
Háskóli | Strassborgarháskóli |
Undirskrift |
Þegar Juncker lét af embætti sem forsætisráðherra hafði hann verið í embætti ríkisstjórnarleiðtoga lengur en nokkur annar í Evrópusambandinu og hafði setið einna lengst allra lýðræðislega kjörinna leiðtoga í heimi. Á seinni hluta stjórnartíðar hans stóð skuldakreppan í Evrópu sem hæst.[1]
Árið 2014 gerðist Juncker frambjóðandi evrópska þjóðarflokksins (EPP) í forsetaembætti framkvæmdastjórnarinnar. Juncker er fyrsti forseti framkvæmdastjórnarinnar sem tók þátt í kosningabaráttu fyrir embættinu í ferli sem Lissabon-sáttmálinn kynnti til sögunnar. Evrópski þjóðarflokkurinn vann 220 af 751 sætum á Evrópuþinginu. Þann 27. júní 2014 útnefndi evrópska ráðið því Juncker forseta framkvæmdastjórnarinnar[2][3][4] og Evrópuþingið staðfesti síðan útnefninguna með 422 af 729 greiddum atkvæðum.[5] Juncker leysti José Manuel Barroso af hólmi sem forseti framkvæmdastjórnarinnar þann 1. nóvember 2014.[6] Juncker lýsti yfir að helstu áherslumál hans í embætti yrðu að skapa rafrænan innri markað, þróa orkusamband Evrópuríkja, koma á verslanasamningum ríkja beggja megin við Atlantshafið, koma á umbótum í evrópska efnahaginum og nýjum samningum við Bretland.[7] Á embættistíð Junckers árið 2016 kusu Bretar að segja sig úr Evrópusambandinu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.